fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Tyrkir segja sig frá Istanbúlsáttmálanum um ofbeldi gagnvart konum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. mars 2021 07:00

Erdoğan, Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti á laugardaginn að Tyrkir hafi sagt sig frá hinum svokallaða Istanbúlsáttmála sem er alþjóðlegur sáttmáli sem er ætlað að vernda konur gegn heimilisofbeldi.

CNN skýrir frá þessu og segir að tilkynningin hafi valdið miklum áhyggjum í Tyrklandi en heimilisofbeldi og annað ofbeldi gagnvart konum er algengt þar í landi.

Tyrkland var fyrsta ríkið til að skrifa undir sáttmála Evrópuráðsins um vernd og baráttu gegn heimilisofbeldi og öðru ofbeldi gagnvart konum 2011. Istanbúlsáttmálinn snýst um að koma í veg fyrir ofbeldi gagnvart konum, þar á meðal heimilisofbeldi og binda enda á refsileysi gerendanna.

Ekki er ljóst af hverju Erdogan ákvað að segja Tyrki frá sáttmálanum en tyrknesk mannréttindasamtök hafa gagnrýnt ákvörðunina en íhaldsmenn segja að sáttmálinn skaði fjölskyldugildi.

Almenn umræða um sáttmálann fór á fullt í ágúst þegar trúarhópar og hópar íhaldsmanna byrjuðu ákafar herferðir gegn sáttmálanum og sögðu hann skaða fjölskyldugildi og vera hinsegin fólki til framdráttar.

Talsmenn Erdogan hafa sagt að það að Tyrkir hafi sagt sig frá sáttmálanum þýði ekki að slakað verði á reglum hvað varðar heimilisofbeldi og réttindi kvenna.

Stjórnarandstaðan segir að ákvörðunin sé tilraun Erdogan og stjórnar hans til að „gera konur að annars flokks þjóðfélagsþegnum“ og hét því að Tyrkland gerist aftur aðili að sáttmálanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn