fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Segja að heimsbyggðin spili „rússneska rúllettu“ með aðgerðarleysi sínu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. mars 2021 21:30

Ebólu veira. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld um allan heim verða að fylla upp í stórt gat í áætlunum sínum um framtíðina að heimsfaraldrinum loknum hvað varðar aðgerðir til að koma í veg fyrir álíka faraldra í framtíðinni. Þetta snýst um eyðileggingu náttúrunnar að sögn nýs bandalags um heilbrigði og umhverfisvernd.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að bandalagið segi að í áætlunum stjórnvalda um allan heim vanti fjárfestingar og áætlanir um hvernig taka eigi á á málum að faraldrinum afstöðnum. Bandalagið, sem nefnist the Preventing Pandemics at the Source, segir að með þessu sé heimsbyggðin að spila „rússneska rúllettu“.

Bendir bandalagið á að billjónum dollara sé, réttlætanlega, eytt í að bæta heilbrigðiskerfið og efnahag heimsins en lítið sé gert til að stöðva skógareyðingu og ólögleg viðskipti með villt dýr.

Með þessum yfirlýsingum sínum bætist bandalagið í sístækkandi hóp þeirra sem vara við að fleiri heimsfaraldrar muni fylgja ef ekki verður gripið til aðgerða til varnar náttúrunni og dýralífi.

Talið er að kórónuveiran hafi borist úr leðurblökum í menn og það sama á við um tvo þriðju allra þeirra sjúkdóma sem við mannfólkið glímum við. Þar má nefna inflúensu, HIV, Zika og ebólu. Bent hefur verið á að aukið skógarhögg, landbúnaður og viðskipti með villt dýr hafi fært villt dýr og fólk og bústofna nær hvert öðru og þannig aukið líkurnar á að sjúkdómar berist úr dýrum í fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“