fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

SÞ saka tryggan stuðningsmann Trump um íhlutun í átökin í Líbíu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. mars 2021 07:30

Erik Prince. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að Erik Prince, náinn vinur Donald Trump og dyggur stuðningsmaður, hans hafi haft hönd í bagga með margskonar verkefnum í Líbíu til að styðja við hersveitir stríðsherrans Khalifa Haftar. Meðal þeirra verkefna sem hann á að hafa tengst eru sala á vopnum og öðrum hertólum fyrir milljónir dollara. Einnig átti að smygla málaliðum og búnaði til Líbíu. Málaliðarnir voru frá Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum.

Eftir því sem segir í skýrslunni þá var Prince heilinn á bak við þetta allt. Skýrslan átti að fara leynilega en The Times og The New York Times komust yfir hana og hafa fjallað um hana. Segja miðlarnir að í henni sé því lýst hvernig Prince, sem er stofnandi hins umdeilda öryggisfyrirtækis Blackwater, hafi sumarið 2019 staðið á bak við áætlun um að senda málaliða, herþyrlur og önnur hertól til Khalifa Haftar. Sex þyrlum var flogið til Líbíu frá Botsvana. Sumir af málaliðunum sigldu yfir Miðjarðarhaf en aðrir ferðuðust í gegnum Jórdaníu til Líbíu. Opinberlega áttu þeir að aðstoða við gæslu á olíu- og gasvinnslustöðum en raunverulegt verkefni þeirra var að berjast með hersveitum Haftar.

Í skýrslunni kemur fram að málaliðarnir hafi fengið það verkefni að hafa upp á og í sumum tilfellum myrða ákveðna aðila sem voru andstæðingar Haftar, þar á meðal voru ríkisborgarar ESB-ríkja.

Haftar nýtur meðal annars stuðning Rússa og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og berst gegn stjórninni í Trípóli sem SÞ styðja. Hann er sagður hafa greitt Prince 500 milljónir dollara fyrir aðstoðina en hún átti að styðja við gott gengi hersveita hans á þessum tíma. En það gekk ekki eftir því áætlunin fór út um þúfur þegar ósætti kom upp um gæði hluta af þeim búnaði sem var innifalinn í áætluninni. Urðu málaliðarnir tuttugu því að flýja í skyndi frá Líbíu á hraðbát. Þeim var bjargað úr honum eftir 38 klukkustundir og fluttir í land á Möltu.

Tengist Trump málinu?

Málið er enn ein sönnun þess að margir brjóta vopnasölubannið sem var sett á Líbíu 2011. En það vekur einnig spurningar um þátt Donald Trump og hvort hann hafi viljað leika stærra hlutverk í stríðinu í Líbíu en legið hefur fyrir opinberlega.

Anas el-Gomati, forstjóri líbísku hugveitunnar Sadeq Institute, sagði í samtali við Al Jazeera, að með því að nota einkafyrirtæki og málaliða geti þjóðarleiðtogar blandað sér í átök á bak við tjöldin. Hann sagðist telja að þetta mál veki sérstaklega tvær spurningar: „Hversu mikla aðstoð fékk Erik Prince frá Trump við þetta? og það sem er enn mikilvægara: Samhæfði Erik Prince aðgerðirnar með rússneska Wagner-hópnum í Líbíu og aðstoðaði hann við ná fótfestu eins og hann hjálpaði Sameinuðu arabísku furstadæmunum að gera?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Pressan
Í gær

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Í gær

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu