fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Tilkynnti um hvarf 6 ára sonar síns – Skelfilegur sannleikurinn kom fljótlega í ljós

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 05:14

Brittany Gosney og James litli. Mynd.:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum síðasta sunnudag gengu Brittany Gosney og unnusti hennar inn á lögreglustöð í Middletown í Ohio og tilkynntu að 6 ára sonur Gosney, James Hutchinson, væri horfinn. Lögreglan hóf þegar leit að drengnum og biðlaði til almennings um aðstoð og dreifði myndum af James.

Á mánudaginn skýrði lögreglan síðan frá því að Gosney, sem er 29 ára, og James Hamilton, 42 ára unnusti hennar, hefðu logið. Washington Post skýrir frá þessu.

Fram kemur að Gosney hafði ekið yfir James í almenningsgarði nokkrum dögum áður þegar hún reyndi að skilja hann eftir þar og losa sig þannig við hann. Hún og Hamilton hentu síðan líki hans í Ohio River.

Gosney var handtekin, grunuð um morð, ósæmilega meðferð á líki og spillingu sakargagna. Hamilton var handtekinn, grunaður um ósæmilega meðferð á líki og spillingu sakargagna. Tvö önnur börn, sem bjuggu hjá parinu, hafa verið tekin í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Málið hefur fengið mjög á íbúa þessa 48.000 manna samfélags og nágrannar og kennarar hafa syrgt lítinn dreng sem þótti glaðvær og skemmtilegur.

Lögreglan er litlu nær af hverju Gosney drap James en sagði á mánudaginn að hún sýndi engin merki iðrunar en hafi játað að hafa myrt hann. Lögreglan segir að hún hafi ekið með James og tvö önnur börn sín til Rush Run Park í Preble County á föstudaginn. Þar hafi hún reynt að skilja James eftir. Þegar hann reyndi að komast inn í bílinn hafi hún ekið yfir hann og yfirgefið garðinn. Hún hafi komið aftur um hálfri klukkustund síðan og komið að honum látnum. Hún setti þá líkið í bílinn og ók heim til Middletown. Daginn eftir óku hún og Hamilton að brú yfir Ohio River og hentu líki James í ána.

Á sunnudaginn komu þau síðan á lögreglustöðina til að tilkynna hvarf hans en lögregluna grunaði strax að eitthvað væri bogið við málið því þau sögðu að James hefði horfið á laugardaginn. Venjan væri sú að fólk færi strax að leita að börnum sínum ef þau týnast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið