fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Tilkynnti um hvarf 6 ára sonar síns – Skelfilegur sannleikurinn kom fljótlega í ljós

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 05:14

Brittany Gosney og James litli. Mynd.:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum síðasta sunnudag gengu Brittany Gosney og unnusti hennar inn á lögreglustöð í Middletown í Ohio og tilkynntu að 6 ára sonur Gosney, James Hutchinson, væri horfinn. Lögreglan hóf þegar leit að drengnum og biðlaði til almennings um aðstoð og dreifði myndum af James.

Á mánudaginn skýrði lögreglan síðan frá því að Gosney, sem er 29 ára, og James Hamilton, 42 ára unnusti hennar, hefðu logið. Washington Post skýrir frá þessu.

Fram kemur að Gosney hafði ekið yfir James í almenningsgarði nokkrum dögum áður þegar hún reyndi að skilja hann eftir þar og losa sig þannig við hann. Hún og Hamilton hentu síðan líki hans í Ohio River.

Gosney var handtekin, grunuð um morð, ósæmilega meðferð á líki og spillingu sakargagna. Hamilton var handtekinn, grunaður um ósæmilega meðferð á líki og spillingu sakargagna. Tvö önnur börn, sem bjuggu hjá parinu, hafa verið tekin í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Málið hefur fengið mjög á íbúa þessa 48.000 manna samfélags og nágrannar og kennarar hafa syrgt lítinn dreng sem þótti glaðvær og skemmtilegur.

Lögreglan er litlu nær af hverju Gosney drap James en sagði á mánudaginn að hún sýndi engin merki iðrunar en hafi játað að hafa myrt hann. Lögreglan segir að hún hafi ekið með James og tvö önnur börn sín til Rush Run Park í Preble County á föstudaginn. Þar hafi hún reynt að skilja James eftir. Þegar hann reyndi að komast inn í bílinn hafi hún ekið yfir hann og yfirgefið garðinn. Hún hafi komið aftur um hálfri klukkustund síðan og komið að honum látnum. Hún setti þá líkið í bílinn og ók heim til Middletown. Daginn eftir óku hún og Hamilton að brú yfir Ohio River og hentu líki James í ána.

Á sunnudaginn komu þau síðan á lögreglustöðina til að tilkynna hvarf hans en lögregluna grunaði strax að eitthvað væri bogið við málið því þau sögðu að James hefði horfið á laugardaginn. Venjan væri sú að fólk færi strax að leita að börnum sínum ef þau týnast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri