fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Kenningin um 4. mars vekur áhyggjur – Óttast árás á bandaríska þinghúsið í dag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 04:48

Stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið 6. janúar 2021. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein vinsælasta samsæriskenningin þessa dagana meðal þeirra sem tilheyra QAnon-hreyfingunni snýst um daginn í dag, 4. mars. Yfirvöld hafa haft nokkrar áhyggjur af deginum og hefur öryggisgæsla verið aukin við þinghúsið í Washington D.C.

„Við höfum fengið upplýsingar sem benda til að ákveðinn vopnaður hópur sé með fyrirætlanir um að ráðast inn í þinghúsið,“ sagði í tilkynningu frá US Capitol Police, sem sér um öryggisgæslu og löggæslu í og við þinghúsið, í gær. Búið er að bæta við þann fjölda lögreglumanna sem er á vakt og setja upp tálmanir við þinghúsið. „Við tökum þessar upplýsingar mjög alvarlega,“ segir í tilkynningu lögreglunnar sem sagðist ekki ætla að veita fleiri upplýsingar um málið.

Timothy Blodgett, lögreglustjóri hjá US Capitol Police, sendi þingmönnum bréf á mánudaginn þar sem hann sagði þeim að búa sig undir harðari öryggisráðstafanir þann 4. mars. Þá sagði hann að ekki lægju fyrir upplýsingar um að árás væri fyrirhuguð á þinghúsið. En síðan hafa greinilega borist upplýsingar um fyrirhugaða árás.

Kenningin um 4. mars hefur notið mikilla vinsælda hjá þeim sem tilheyra QAnon-hreyfingunni en dagurinn er að þeirra mati hinn „rétti innsetningardagur“ þar sem Donald Trump verður settur í embætti forseta. Eins og flestir muna eflaust þá var Joe Biden settur í embættið þann 20. janúar eftir að hann sigraði Trump örugglega í forsetakosningunum í nóvember.

En af hverju 4. mars? Ástæðuna er að finna í þeirri staðreynd að fram til 1933 var 4. mars dagurinn sem forsetar sóru embættiseið og tóku við völdum. Á þessu byggja þeir sem aðhyllast samsæriskenningar QAnon þá von sína að Trump verði settur í embætti í dag. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við að Trump hafi sigrað og leggja traust sitt á að Trump taki aftur við völdum. Í stuttu máli gengur QAnon út á þá aðalkenningu að heiminum sé stjórnað af leynilegum hópi barnaníðinga, sem margt frægt fólk tilheyrir, en Donald Trump sé frelsarinn og muni koma Bandaríkjunum og heiminum til bjargar.

US Capitol Police sagði í bréfi til þingmanna að þessi kenning hafi notið minnkandi stuðnings margra mismunandi hópa innan hreyfingarinnar að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur
Pressan
Í gær

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök