fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Nikola Karabatic fékk blóðtappa

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 07:52

Nikola Karabatic. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikola Karabatic, einn besti handknattleiksmaður heims, fékk blóðtappa í lungun á síðast ári og þurfti að liggja á sjúkrahúsi í 10 daga. Blóðtappinn kom upp tveimur vikum eftir að hann fór í aðgerð vegna slitins krossbands í hægra hné.

Karabatic skýrir frá þessu í samtali við franska handknattleikssambandið, Fédération Francaise de Handball. Fram kemur að allt hafi gengið vel framan af og endurhæfing hafi verið við það að hefjast en þá reið áfallið yfir. „Þá fékk ég blóðtappa í lungun og endaði á sjúkrahúsi í 10 daga. Auðvitað hugsaði ég um hvenær ég gæti komist af stað á nýjan leik,“ sagði Karabatic.

Hann er enn í endurhæfingu sem felst í hlaupum utanhúss og styrktaræfingum. Hann reiknar með að geta byrjað að spila aftur á tímabilinu maí til júlí en sagðist vilja fara að öllu með gát svo meiðslin taki sig ekki upp en þau héldu honum frá því að taka þátt í úrslitakeppni HM í Egyptalandi í janúar þar sem Frakkar enduðu í fjórða sæti. Þetta var fyrsta lokakeppnin sem hann missti af síðan 2003.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað