fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Ný rannsókn – Þeir sem deyja úr COVID-19 deyja að meðaltali 16 árum fyrr en ella

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 11:15

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem deyja af völdum COVID-19, deyja að meðaltali 16 árum fyrr en þeir myndu annars gera. Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar sem byggir á dánartölum í 81 landi eftir að heimsfaraldurinn brast á.

Í heildina hafa rúmlega 20 milljónir lífsára tapast vegna COVID-19 dauðsfalla ef miða má við niðurstöður rannsóknarinnar.

Um alþjóðlega rannsókn er að ræða þar sem gögn um rúmlega 1,2 milljónir manna, sem hafa látist af völdum COVID-19, voru greind. Aldur þeirra var borinn saman við þann aldur sem fólk má búast við að ná, að meðaltali, í heimalöndum þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Nature.

Niðurstöðurnar sýna að að meðaltali deyr hver COVID-19-sjúklingur 16 árum fyrr en ella og að í heildina hafa 20,5 milljónir æviára glatast í faraldrinum.

Þegar skipting þessara glötuðu æviára er skoðuð eftir aldurshópum sést að 44,9% þeirra voru hjá fólki á aldrinum 55 til 75 ára. Hjá fólki yngra en 55 ára var hlutfallið 30,2% og hjá fólki eldra en 75 ára 25%.

Þar sem gögn um kyn hinna látnu voru aðgengileg kom í ljós að karlar 44% fleiri æviár karla höfðu glatast en æviár kvenna.

Vísindamennirnir benda sjálfir á að rannsóknin geti haft sínar takmarkanir. Meðal annars sé skráning COVID-19-dauðsfalla ekki rétt í öllum löndum, of fá dauðsföll séu skráð. Þeir segja einnig að hugsanlega hafi væntanleg ævilengd sumra þeirra sem hafa látist verið skemmri en meðalævilengd þjóðarinnar og því sé áætlun um töpuð æviár of há.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“