fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Tennis-boltar vekja óhug íbúa sem telja þá skilaboð úr undirheimunum – „Mjög dularfullt“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 10:30

Tennis-bolti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tennis-boltar hafa vakið óhug íbúa áströlsku borgarinnar Cairns, eftir að þeir fóru að gera vart við sig fyrir framan mörg hús. Sumir óttast að glæpamenn séu að nota boltana til að eyrnamerkja ákveðin hús sem sérstök skotmörk. Yahoo News Australia fjallar um málið.

Umfjöllun um málið hófst á Facebook, eftir að íbúi benti á dularfullan tennis-bolta sem var á bílastæðinu fyrir framan húsið sitt. Hún sagðist hafa lent í nákvæmlega þessu sjö sinnum.

„Gæti þetta verið einhverskonar merking, eða er ég bara hrædd?“ spurði íbúinn. Hún útskýrði að hvorki dýr né börn ættu það til að leika á lóðinni sinni, og tók fram að hundar í nágreninu væru alltaf í bandi.

„Mjög dularfullt“

Lögreglan sagðist ekki hafa neinar vísbendingar sem bentu til þess að glæpamenn væru að verki, en þrátt fyrir það fóru fleiri íbúar að segja frá sinni upplifunn:

„Ótrúlegt að þú skulir segja þetta því ég hef verið að fara í göngutúra með sjö ára gamalli dóttur minni sem hefur hvað eftir annað bent mér á tennis-bolta fyrir framan hús.“

„Sérstakt. Ég fann tennis-bolta á bílastæðinu okkar í dag. Það er algjörlega út í hött og mér fannst það skrýtið.“

Fleiri ummæli sem þessi mátti finna á Facebook og fór fólk að segja að málið væri „Mjög dularfullt“.

Mismunandi tilgátur

Þá fóru tilgáturnar að hrannast upp, þá sérstaklega hvernig glæpamenn gætu mögulega verið að nýta sér þá. Einhverjir héldu að húsin með tennis-boltum væru merkt því þar væru hundar og aðrir veltu því fyrir sér hvort glæpamenn köstuðu tennis-boltum í bíla til að athuga hvort þeir væru með þjófavörn. Enn aðrir bentu á að tennis-boltar sæjust mjög vel í myrkri, og það hentað þjófum sem starfa um nætur litist þeim sérstaklega vel á eitthvað hús.

Á móti kemur sagði einn hundaeigandi að hundurinn sinn skyldi stundum eftir tennisbolta fyrir framan hús ókunnugra.

Líkt og áður segir hélt lögreglan því fram að engar nægilega góðar vísbendingar bentu til þess að hér væri um eitthvað glæpsamlegt að ræða, en hvatti þó íbúa til að hafa samband teldu þeir að eitthvað gruggugt væri á seiði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin