fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Sprautunálaskortur gæti eyðilagt bólusetningaáætlun Japana fyrir Ólympíuleikana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 05:12

Auglýsing fyrir leikana sem fram áttu að fara á síðasta ári. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japönum gengur erfiðlega við að útvega sérstakar sprautunálar sem þarf að nota til að ná bóluefni gegn kórónuveirunni úr lyfjaglösum. Þetta gæti eyðilagt bólusetningaáætlun þeirra fyrir Ólympíuleikana sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar.

Japönsk stjórnvöld skrifuðu í janúar undir samning við Pfizer um kaup á 144 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins. Það dugir til að bólusetja 72 milljónir landsmanna en 126 milljónir búa í landinu. Bólusetningar eiga að hefjast í dag.

Í hverju lyfjaglasi frá Pfizer eru sex skammtar af bóluefni en það þarf sérstaka tegund sprautunála til að ná sjötta og síðasta skammtinum úr glösunum. Með venjulegum nálum er aðeins hægt að ná fimm skömmtum.

Japanir eiga nóg af venjulegum nálum á lager, höfðu keypt mikið af þeim til að vera undir bólusetningarnar búnir. En þeim gengur illa að komast yfir hinar nálarnar því framleiðendur þeirra eiga i vanda með að anna eftirspurn. „Við erum enn að reyna að tryggja okkur þessar sérstöku nálar,“ sagði Katsunobu Kato, heilbrigðisráðherra, í gær. Í síðustu viku vildi hann ekki svara spurningu um hvort þetta gæti orðið til að færri verði bólusettir en stefnt er að.

Hvorki talsmenn Pfizer eða japanska heilbrigðisráðuneytisins vildu svara hvort samningurinn um 144 milljónir skammta byggist á að sex skammtar séu í hverju lyfjaglasi.

Yoshihide Suga, forsætisráðherra, hefur gert það að forgangsverkefni að bólusetja landsmenn hratt áður en Ólympíuleikarnir hefjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir