fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Öfgasinnaðir íslamistar hyggja á „fjölda árása“ þegar sóttvarnaaðgerðum verður aflétt segja SÞ

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. febrúar 2021 16:15

Franskir hermenn við Eiffelturninn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslamskir öfgasinnar hafa í hyggju að gera „fjölda skipulagðra árása“ þegar sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar verður aflétt. Sameinuðu þjóðirnar vara við þessum fyrirætlunum öfgasinnanna.

Í umfjöllun The Guardian um málið kemur fram að í nýrri skýrslu, sem var unnin á grunni leyniþjónustuupplýsinga frá aðildarríkjum SÞ síðustu sex mánuði, segi að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið muni reyna að „binda endi á jaðarsetningu sína í fréttum“ með hrinu ofbeldisverka og skilaboða til áhangenda sinna um að eyða minni tíma á samfélagsmiðlum og eyða honum þess í stað í árásir á óvini samtakanna.

Í október hvatti Abu Hamza al-Quarshi, talsmaður samtakanna, stuðningsmenn þeirra til að „eyða minni tíma á samfélagsmiðlum og meiri í áhrifamiklar árásir“ og fleira í þeim dúr.

SÞ telja að heimsfaraldurinn skapi umtalsverð tækifæri fyrir öfgasinnaða Íslamista til að láta að sér kveða og styrkja stöðu sína á svæðum þar sem þau hafa nú þegar komið sér vel fyrir. Lítil hætta sé fyrir hendi á svæðum þar sem átök standa ekki yfir, til dæmis í Evrópu.

Íslamskir öfgahópar hafa brugðist mismunandi við heimsfaraldrinum, sumir hafa reynt að nýta sér hann til að gera árásir en aðrir hafa einbeitt sér að því að afla sér aukins stuðnings á heimaslóðu. Íslamska ríkið sagði í fréttabréfi sínu, al-Naba, að kórónuveiran væri refsing frá „krossfaraþjóðunum“ og hvatti til árása á Vesturlönd þegar dregur úr áhrifum heimsfaraldursins.  En það er ákveðin mótsögn í þessu því í sama fréttabréfi hafa birst langar greinar um að það sé rangt fyrir múslima að telja að þeir sleppi við heimsfaraldurinn.

Al-Kaída birti sex blaðsíðna ráðleggingar og athugasemdir um heimsfaraldurinn og sagði að hann hafi haft slæm áhrif á allan heiminn og að það sé múslimum sjálfum að kenna að faraldurinn hafi lagst á þá, það sé vegna siðferðilegrar hnignunar og spillingar sem sé algeng í ríkjum múslima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali