fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Eru Ísraelsmenn að koma með kraftaverkalyf gegn alvarlegum COVID-19-veikindum?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 06:55

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þú verður alvarlega veikur af COVID-19, þá skaltu bara anda þessu að þér og þér mun fljótlega líða mun betur,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, við Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, á fréttamannafundi í Jerúsalem á mánudaginn þegar hann sýndi nýtt ísraelskt lyf.

„Kraftaverkalyfið“ sem Netanyahu bauð gríska starfsbróður sínum er tilraunalyf, sem nefnist EXO-CD24, og var þróað af prófessor Nadir Arber. Á síðustu vikum hafa 30 sjúklingar, sem voru alvarlega veikir af COVID-19, á Ichilov-sjúkrahúsinu í Tel Aviv fengið lyfið. 29 þeirra náðu sér að fullu á þremur til fimm dögum. Það tók lyfið aðeins fleiri daga að virka á síðasta sjúklinginn en hann hefur nú einnig náð sér að fullu.

Ísraelsmenn segja að meðferðin með EXO-CD24 sé hugsanlega afgerandi vendipunktur í meðferð COVID-19-sjúklinga. „Þetta er nýtt meðferðarúrræði sem er hægt að framleiða á ódýran hátt og mjög hratt. Jafnvel þótt að bóluefnin virki, eins og við vonum, og jafnvel þótt kórónuveiran stökkbreytist ekki mikið hér eftir, þá verður COVID-19 með okkur í framtíðinni og aðferð sem þessi getur orðið mikilvægt vopn í baráttunni gegn henni,“ sagði Nadir Arber, sem starfar hjá Souraski Medical Center, í samtali við Jerusalem Post.

Benjamin Netanyahu, t.h., og Kyriakos Mitsotakis, t.v., á fréttamannafundi á mánudaginn. Mynd:EPA

Mörg COVID-19 dauðsföll tengjast því að ónæmiskerfi líkamans ræðst á heilbrigðar frumur. Nýja lyfið kemur C24 prótíni til lungnanna en það hjálpar til við að skapa ró í ónæmiskerfinu. EXO-CD24 er andað að sér í nokkrar mínútur, einu sinni á dag í fimm daga. Þannig berst það beint niður í lungun. Vísindamenn segja þetta mun betri kost en að láta allan líkamann fara í gegnum svipaða prótínmeðferð.

„Rannsóknin á bak við þetta tilraunalyf er langt komin og vönduð og þessi aðferð getur bjargað mörgum mannslífum. Niðurstöður fyrstu tilrauna eru framúrskarandi og vekja miklar vonir um að hægt sé að halda áfram með þessa aðferð,“ sagði Roni Gamzu, forstjóri Ichilov-sjúkrahússins, í samtali við The Times of Israel.

Grikkir hafa þegið boð um að taka þátt í áframhaldandi tilraunum með EXO-CD24.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau