fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

Geymdi látna móður sína í frysti í 10 ár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 23:00

Lögreglan að störfum í Tókýó. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af ótta við að missa leiguíbúð sína geymdi japönsk kona líkið af móður sinni í frysti í íbúðinni í 10 ár. Konan, sem er nú 48 ára, hafði búið með móður sinni. Þegar hún fann móður sína látna fyrir 10 árum faldi hún líkið af ótta við að missa íbúðina sem þær leigðu.

Japanskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu nýlega. Það var móðirin sem var skráð á leigusamninginn á íbúðinni sem er í Tókýó. Um miðjan janúar var dóttirin borin út úr íbúðinni því hún hafði ekki greitt húsaleigu. Þegar hreingerningarfólk kom til að þrífa íbúðina og gera hana tilbúna fyrir næsta leigjanda fann það lík móðurinnar í frystikistu sem var falin inni í skáp. Lögreglan hafði uppi á dótturinni og handtók hana á hóteli í Chiba, sem er nærri Tókýó.

Rannsókn réttarmeinafræðinga skar ekki úr um hvernig móðirin lést en engir áverkar voru á líkinu. Talið er að konan hafi verið um sextugt þegar hún lést. Dóttirin er nú í haldi, grunuð um að hafa leynt andláti og líki móður sinnar. Hún er ekki grunuð um morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID
Pressan
Fyrir 3 dögum

Náðu mynd af glósum ráðherrans sem sýndi hvernig hún ætlaði að koma sér undan erfiðum spurningum

Náðu mynd af glósum ráðherrans sem sýndi hvernig hún ætlaði að koma sér undan erfiðum spurningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

38 ára faðir hélt að bakverkurinn þýddi bara að hann væri að eldast – Átta vikum seinna var hann dáinn

38 ára faðir hélt að bakverkurinn þýddi bara að hann væri að eldast – Átta vikum seinna var hann dáinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þota Ryanair var sex mínútum frá stórslysi síðastliðinn föstudag

Þota Ryanair var sex mínútum frá stórslysi síðastliðinn föstudag