fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Xi Jinping varar við nýju „köldu stríði“ ef Bandaríkin halda fast í verndarstefnu sína

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 09:00

Xi Jinping, forseti Kína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xi Jinping, forseti Kína, ávarpaði World Economic Forum á mánudaginn. Hann hvatti til alþjóðlegrar samvinnu gegn efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar og varaði Joe Biden, Bandaríkjaforseta, við hættunni á nýju „köldu stríði“ ef Biden heldur fast í verndarstefnuna sem Donald Trump, forveri hans í forsetaembættinu, kom á.

Samkvæmt frétt The Guardian þá hvatti Xi til alþjóðlegrar samvinnu gegn efnahagsvandanum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér og sagði að ekki eigi að nota faraldurinn sem afsökun fyrir að hverfa frá alþjóðavæðingu og snúa til einangrunarstefnu.

Hann forðaðist að nefna Biden og Trump með nafni í þessari fyrstu ræðu sinni eftir forsetaskiptin í Bandaríkjunum en sagði skýrt og greinilega að Kína myndi ekki láta stjórna sér frá Washington. Hann sagði að það að viðhalda verndarstefnu eða hefja nýtt kalt stríð muni ýta undir klofning og jafnvel átök í heiminum.

Hann sagði að ekkert eitt ríki geti leyst alþjóðleg vandamál. Það verði að vera alþjóðleg samvinna til að leysa málin.

Biden hefur ekki gefið til kynna að hann hyggist breyta út af harðri stefnu Trump gagnvart Kína og mun fljótlega kynna „buy American“ stefnu sína til að örva bandaríska framleiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Í gær

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest