fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Sjöunda hlýjasta ár sögunnar á Nýja-Sjálandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. janúar 2021 08:30

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru tæplega fjögur ár síðan íbúar á Nýja-Sjálandi upplifðu mánuð þar sem meðalhitinn var undir meðallagi. Síðasta ár var sjöunda hlýjasta ár sögunnar þar í landi.

Þetta kemur fram í gögnum frá The National Institute of Water and Atmospheric Research (Niwa). Stofnunin segir að það verði sífellt algengara að hitinn sé yfir meðallagi. Á landsvísu var meðalhitinn á síðasta ári 13,24 gráður. Hlýjasta ár sögunnar var 2016 en þá var meðalhiti ársins 13,45 gráður eða 0,84 gráðum hærri en meðalhiti áranna 1981-2000.

Chris Brandolino, aðalvísindamaður spásviðs Niwa, segir að loftslagsbreytingarnar auki áhrif veðurkerf á borð við el Nino og stóra veðuratburði á borð við mikla rigningu, langvarandi þurrka og hitabylgjur enn verri. „Sex af átta hlýjustu árunum hafa verið frá 2013 – þetta helst í hendur við loftslagsbreytingarnar,“ hefur The Guardian eftir honum. Hann sagði jafnframt að nú væru 47 mánuðir síðan meðalhiti eins mánaðar hafi verið undir meðallagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi