fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Fyrrum FBI-maður segir Trump vera ógn við þjóðaröryggi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. september 2020 07:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Strzok, fyrrum liðsmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, segir í nýrri bók sinni að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sé ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Strzok, sem var rekinn úr starfi hjá FBI, gegndi mikilvægu hlutverki í upphafi rannsóknar FBI á tengslum kosningaframboðs Trump við Rússa.

CNN skýrir frá þessu og vitnar í umfjöllun New York Times. Fram kemur að í bók Strzok komi fram að þær rannsóknir sem hann stýrði hafi sýnt að forsetinn „var reiðubúinn til að fá pólitíska aðstoð frá andstæðingum á borð við Rússa og að hann hafi verið viljugur til að kollvarpa öllu því sem Bandaríkin standa fyrir“.

„Þetta er ekki ættjarðarást. Þetta er andstæða þess,“

segir í bókinni.

Strzok segir að uppsögn hans í ágúst 2018 hafi verið vegna pólitísks þrýstings frá Trump á FBI eftir að hann gagnrýndi forsetann og skrifaði pólitísk skilaboð í smáskilaboðum 2016.

Robert Mueller, sem stýrði rannsókn FBI á tengslum kosningaframboðs Trump við Rússa, vék Strzok frá rannsókninni sumarið 2017 eftir að innri rannsókn hafði leitt í ljós að Strzok hafði sent Lisa Page, fyrrum lögmanni hjá FBI, skilaboð sem mátti túlka sem pólitísk. Strzok og Page áttu í ástarsambandi en þau voru bæði gift.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“