fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Pressan

Þrengt að mótmælendum í Berlín – Nú verður að nota andlitsgrímur í mótmælum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 16:35

Frá mótmælum í Berlín nýlega. Mynd: EPA-EFE/CLEMENS BILAN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn leysti lögreglan í Berlín upp mótmæli þar sem reglum yfirvalda, sem eiga að halda aftur af útbreiðslu kórónuveirunnar, var ekki fylgt. Mótmælin beindust einmitt gegn þessum reglum. En nú hafa reglurnar verið hertar enn frekar.

Borgarstjórnin í Berlín ákvað á þriðjudaginn að nú verði skylt að nota andlitsgrímu í mótmælum ef fleiri en 100 taka þátt. Fram að þessu hefur aðeins þurft að bera andlitsgrímu þegar almenningssamgöngur eru notaðar og í verslunum.

Um 38.000 manns tóku þátt í mótmælunum á laugardaginn og segist lögreglan ekki hafa átt neina aðra kosti en að leysa þau upp því mótmælendur hafi ekki virt reglur um félagsforðun. Mótmælin fóru að mestu leyti friðsamlega fram en hluti mótmælenda ákvað að berjast gegn 3.000 manna lögregluliði þegar mótmælin voru leyst upp. Til átaka kom og voru um 300 handteknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu