fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Pressan

Kórónuveirusmitaður fjölskyldufaðir stóðst ekki mátið og fór á McDonalds með alla fjölskylduna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. september 2020 21:30

Löngunin í McDonalds varð öðru yfirsterkari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur fjölskyldufaðir sem vissi vel að hann var smitaður af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, réði ekki við sig og fór á McDonalds skyndibitastað með alla fjölskylduna nýlega. Þetta gerði hann þrátt fyrir að yfirvöld í Rendsburg hefðu fyrirskipað honum að vera í sóttkví.

En það var greinilega svo aðkallandi að fá sér hamborgara að maðurinn fór á McDonalds með eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. En þar sá fólk, sem vissi að hann átti að vera í sóttkví, til hans og tilkynnti um ferðir hans til lögreglunnar.

Lögreglan ræddi við hann á „skýran og greinilegan“ hátt að því er segir í umfjöllun þýskra fjölmiðla. Saksóknari í Kiel er nú með málið til meðferðar og á maðurinn fangelsisdóm yfir höfði sér ef dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að hann hafi ógnað lífi og heilsu annarra með hátterni sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lisa verður tekin af lífi fljótlega – Fyrsta konan í 67 ár

Lisa verður tekin af lífi fljótlega – Fyrsta konan í 67 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur sagði fylgjendum sínum að COVID-19 væri ekki til – Lést af völdum veirunnar

Áhrifavaldur sagði fylgjendum sínum að COVID-19 væri ekki til – Lést af völdum veirunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glæpagengi tóku völdin í úthverfi Stokkhólms – Settu á útgöngubann og fylgdu því fast eftir

Glæpagengi tóku völdin í úthverfi Stokkhólms – Settu á útgöngubann og fylgdu því fast eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óttaðist uppsögn – Eitraði fyrir samstarfskonu sinni í níu mánuði

Óttaðist uppsögn – Eitraði fyrir samstarfskonu sinni í níu mánuði