fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Merk uppgötvun – Parkinsonssjúkdómurinn er í raun tveir sjúkdómar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. september 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri danskri rannsókn hafa vísindamenn sýnt fram á að Parkinsonssjúkdómurinn sé líklega tveir ólíkir sjúkdómar. Munurinn á þeim er að annar á upptök sín í líkamanum, líklega þörmunum, og berst til heilans en hinn á upptök sín í heilanum.

Videnskab.dk skýrir frá þessu. Í rannsókninni voru taugakerfi 59 sjúklinga, sem höfðu nýlega verið greindir með Parkinsonssjúkdóminn eða þjáðust af truflunum á REM-svefni en höfðu ekki verið greindir með Parkinsonssjúkdóminn, rannsökuð.

Hjá þeim sem þjást af REM-svefntruflunum eyðileggjast taugafrumur í heilastofninum. Það veldur því að fólk hreyfir sig mikið þegar það sefur. Það á líka til að hrópa og sparka. Stór hluti þeirra, sem þjáist af þessum sjúkdómi, fær síðar Parkinsonssjúkdóminn.

Í rannsókninni kemur fram að hjá sjúklingum með Parkinsonssjúkdóminn, sem ekki glímdu við svefntruflanir, voru það aðeins heilafrumurnar sem voru skemmdar. Sjúkdómurinn átti því upptök sín í heilanum. Hjá sjúklingum, sem ekki voru með Parkinsonssjúkdóminn en glímdu við svefntruflanir, voru heilafrumurnar í lagi en taugakerfið í hjartanu og þörmunum var mjög skaddað. Sjúkdómurinn átti upptök sín í líkama þeirra og hafði ekki enn borist til heilans.

Sjúklingar með Parkinsonssjúkdóminn, sem höfðu glímt við svefntruflanir á árunum áður en þeir greindust, voru með ónýtar taugafrumur í hjarta, þörmum og heila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik