fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. september 2020 06:30

Alþjóðlega geimstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær þurfti að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni, sem er á braut um jörðina, fram hjá geimrusli til að tryggja að það lenti ekki á geimstöðinni. Bandarískir og rússneskir flugumferðarstjórar unnu saman að verkefninu við að stilla braut geimstöðvarinnar af og færa hana úr stað til að forðast árekstur.

Geimruslið fór fram hjá geimstöðinni í aðeins 1,4 kílómetra fjarlægð segir í tilkynningu frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA. Í tilkynningunni hvetur NASA til betri umgengni við geiminn.

Tveir Rússar og einn Bandaríkjamaður dvelja nú í geimstöðinni og fóru þeir yfir í Souyz geimfarið sitt þegar aðgerðin hófst til að þeir gætu brugðist við og yfirgefið geimstöðina ef þörf krefði. Allt gekk þó eins og í sögu og gátu geimfararnir snúið aftur inn í geimstöðina og tekið upp fyrri iðju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn