fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Bandaríkin hefja refsiaðgerðir gegn Íran á nýjan leik og hóta aðildarríkjum SÞ

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. september 2020 15:05

Íranski byltingarvörðurinn er Bandaríkjunum þyrnir í augum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að virkja allar þær refsiaðgerðir gegn Íran sem voru í gildi áður en samningur um kjarnorkumál við landið var undirritaður 2015. Að auki hóta Bandaríkin aðildarríkjum SÞ að loka á aðgang þeirra að bandarískum fjármálamörkuðum ef þau fylgja þessum refsiaðgerðum ekki.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra, tilkynnti þetta á laugardaginn. Refsiaðgerðirnar tóku gildi á miðnætti í nótt.

Bandaríkjastjórn hefur síðan í ágúst haft í hótunum um að virkja svokallað „snapback“ ákvæði í kjarnorkusamningnum en það heimilar löndunum, sem voru aðilar að samningnum, að taka allar refsiaðgerðir SÞ gegn Íran upp á nýjan leik ef þau telja að Íran standi ekki við skilmála samningsins.

Flest aðildarríki öryggisráðsins telja að Bandaríkin hafi ekki heimild til að gera þetta því Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin út úr samningnum fyrir tveimur árum. En nú reyna bandarísk stjórnvöld samt sem áður að taka refsiaðgerðirnar upp á nýjan leik.

Pompeo sagði að á næstu dögum kynni Bandaríkjastjórn hvaða aðgerða hún muni grípa til gegn þeim sem „brjóta reglurnar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann