fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Kínverski ferðamannaiðnaðurinn blómstrar á meðan heimsbyggðin berst við kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 15:15

Frá Kína. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamannaiðnaðurinn um allan heim hefur farið illa út úr heimsfaraldri kórónuveirunnar en í Kína er ágætis gangur í greininni þessa dagana enda 1,4 milljarðar manna sem geta ekki ferðast neitt nema innanlands.

Innanlandsflug er næstum komið á sama stað og það var fyrir heimsfaraldurinn og samfélagið hefur verið opnað upp. En faraldurinn geisar erlendis og Kínverjar geta ekki ferðast til útlanda og gera því eins og við Íslendingar og ferðast innanlands. Ferðamannaiðnaðurinn er þó ekki á pari við það sem hann var fyrir heimsfaraldur en samt sem áður í betri málum en víða um heim.

Sky skýrir frá þessu. Ferðamannaiðnaðurinn gæti verið góð innspýting fyrir kínverskt efnahagslíf sem hefur ekki farið eins illa út úr heimsfaraldrinum og í mörgum öðrum löndum. Einkaneysla hefur þó dregist töluvert saman en virðist vera að aukast. Einnig eru fyrirtæki farin að ráða fleira fólk til starfa en síðustu mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf