fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Ef við höldum svona áfram er kórónuveiran bara forsmekkurinn af því sem koma skal

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. september 2020 07:00

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirstandandi heimsfaraldur kórónuveirunnar er aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal ef við hættum ekki að fella skóga af jafn miklum móð og við gerum nú. Ef við höldum áfram á sömu braut mun fjöldi banvænna sjúkdómsfaraldra skella á okkur vegna minni fjölbreytileika vistkerfisins.

Þetta segir í aðvörun sem fjöldi vísindamanna hefur sent til þjóðarleiðtoga. The Guardian skýrir frá.

„Það er ýmislegt, til dæmis ólögleg skógarhögg, eyðing skóga, námuvinnsla og viðskipti með kjöt af villtum dýrum og framandi gæludýr sem skapaði þennan vanda,“

sagði Stuart Pimm, prófessor við Duke University.

Í næsta mánuði á að halda ráðstefnu á vegum SÞ í New York um líffræðilegan fjölbreytileika. Þar ætla líffræðingar og umhverfisverndarsinnar að leggja fram sannanir fyrir tengslum umhverfisspjalla og banvænna sjúkdóma á borð við COVID-19. Tæplega þriðjungur allra nýrra sjúkdóma hefur orðið til af þessum sökum segja þeir. Þetta mun að sögn fljótlega leiða til að fimm til sex nýir faraldrar herja á heimsbyggðina ár hvert.

„COVID-19 hefur nú þegar kostað billjarða á heimsvísu og orðið næstum einni milljón manna að bana. Það er því greinilegt að það þarf strax að grípa til aðgerða,“

sagði Stuart Pimm.

Talið er að árlega sé gríðarlega mikið skóglendi rutt til að hægt sé að rækta pálmatré, stunda olíuvinnslu eða til að komast að námum.

„Þegar skógarhöggsmenn koma í regnskóga til að fella tré taka þeir ekki mat með sér. Þeir borða bara það sem er nálægt og eru því í smithættu allan tímann,“

Sagði Andy Dobson, prófessor við Princeton University.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni