fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Ætla að bjóða ókeypis bólusetningar við kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 19:00

Boðið verður upp á ókeypis bólusetningu. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar það tekst að búa til öruggt og áhrifaríkt bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, mun Bandaríkjamönnum standa það til boða án endurgjalds.  Þetta sagði Paul Mango, háttsettur embættismaður í bandaríska heilbrigðisráðuneytinu, fyrir helgi. Hann sagði jafnframt að ekki verði neitt slakað á þeim kröfum og ferlum sem þarf að fara í gegnum í Bandaríkjunum til að fá bóluefni samþykkt til notkunar.

Bandarísk stjórnvöld hafa nú þegar sett rúmlega 10 milljarða dollara í sex bóluefnisverkefni. Þau hafa einnig gert samninga sem tryggja Bandaríkjunum mörg hundruð milljónir skammta af bóluefni ef og þegar þau verða samþykkt til notkunar.

Ríkið mun greiða fyrir sjálft bóluefnið en sjúkratryggingar, bæði einkareknar og ríkisreknar, munu greiða fyrir kostnaðinn sem hlýst af bólusetningunum, til dæmis vegna starfa lækna við þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali