fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Aldrei fyrr hefur loftsteinn farið svo nærri jörðinni – NASA sá hann of seint

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 22:05

Rauður hringur er utan um 2020 QG. Mynd:ZTF/Caltech Optical Observatories

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn þaut loftsteinn, sem nefnist 2020 QG, fram hjá jörðinni í aðeins 2.950 km hæð yfir Indlandshafi. Aldrei fyrr, svo vitað sé, hefur loftsteinn farið svo nærri jörðinni án þess að rekast á hana eða koma inn í gufuhvolfið. Loftsteinninn er á stærð við bíl. Talsmenn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA viðurkenna að þar á bæ hafi fólk ekki séð loftsteinninn fyrr en hann var farinn hjá.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að ef braut loftsteinsins hefði skorist við braut jarðarinnar hefði hann líklega brunnið upp í gufuhvolfinu.

Mörg hundruð milljónir lítilla loftsteina eru á sveimi í sólkerfinu okkar en það er mjög erfitt að koma auga á þá áður en þeir koma mjög nærri jörðinni.

Talsmaður NASA sagði í samtali við Business Insider að loftsteinninn hafi komið að jörðinni úr sólarátt og enginn hafi tekið eftir honum.

Upp komst um ferðir hans vegna myndar sem voru teknar með breiðlinsumyndavél í Zwicky Transient rannsóknarstöðinni í Kaliforníu. Þar er sjálfvirkur stjörnusjónauki sem skannar himininn í leit að hlutum á borð við loftsteina og halastjörnur.

Myndin var tekin sex klukkustundum eftir að loftsteinninn fór næst jörðinni. Hann er þrír til sex metrar í þvermál og hraði hans er um 44.400 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“