fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Tók myndina óafvitandi að í bakgrunninum var maður að drukkna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 07:00

Umrædd mynd: Mynd:Anneka Bading

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Anneka Bading skoðaði myndir í myndavélinni sinni að fríinu loknu sá hún að hún hafði tekið myndir á sama tíma og maður drukknaði fyrir aftan hana án þess að hún hefði hugmynd um hvað var að gerast. Myndin hefur vakið mikla athygli að undanförnu.

Anneka var í fríi í Grampians þjóðgarðinum, vestan við Melbourne í Ástralíu, fyrir tveimur árum. Þegar hún var að baða sig í MacKenzie Falls datt 28 ára maður frá Taívan út í. 40 ferðamenn, sem voru á staðnum, reyndu allt sem þeir gátu til að bjarga manninum en án árangurs. Sterkur straumurinn dró hann niður og hann drukknaði. Lík hans fannst daginn eftir.

Anneka, sem er frá Ástralíu, var að synda fyrir neðan fossinn þegar þetta gerðist og tók um leið upp myndir með GoPro myndavél. Skilti eru í þjóðgarðinum sem vara fólk við að fara út í vatnið við hina öflugu fossa en þeim hafði hún ekki tekið eftir. Það var ekki fyrr en hún skoðaði upptökuna að hún áttaði sig á hinum hörmulega atburði sem átti sér stað fyrir aftan hana.

Myndinni hefur verið mikið dreift á samfélagsmiðlum að undanförnu til að vekja athygli á að víða í Ástralíu er farsímasamband lélegt. Til dæmis náði Anneka ekki sambandi þegar hún ætlaði að hringja eftir aðstoð þennan örlagaríka dag og það gerðu aðrir ferðamenn á svæðinu heldur ekki. Hún varð að hlaupa eins kílómetra leið að bíl sínum og aka tíu kílómetra til að komast í símasamband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði