fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Tók myndina óafvitandi að í bakgrunninum var maður að drukkna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 07:00

Umrædd mynd: Mynd:Anneka Bading

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Anneka Bading skoðaði myndir í myndavélinni sinni að fríinu loknu sá hún að hún hafði tekið myndir á sama tíma og maður drukknaði fyrir aftan hana án þess að hún hefði hugmynd um hvað var að gerast. Myndin hefur vakið mikla athygli að undanförnu.

Anneka var í fríi í Grampians þjóðgarðinum, vestan við Melbourne í Ástralíu, fyrir tveimur árum. Þegar hún var að baða sig í MacKenzie Falls datt 28 ára maður frá Taívan út í. 40 ferðamenn, sem voru á staðnum, reyndu allt sem þeir gátu til að bjarga manninum en án árangurs. Sterkur straumurinn dró hann niður og hann drukknaði. Lík hans fannst daginn eftir.

Anneka, sem er frá Ástralíu, var að synda fyrir neðan fossinn þegar þetta gerðist og tók um leið upp myndir með GoPro myndavél. Skilti eru í þjóðgarðinum sem vara fólk við að fara út í vatnið við hina öflugu fossa en þeim hafði hún ekki tekið eftir. Það var ekki fyrr en hún skoðaði upptökuna að hún áttaði sig á hinum hörmulega atburði sem átti sér stað fyrir aftan hana.

Myndinni hefur verið mikið dreift á samfélagsmiðlum að undanförnu til að vekja athygli á að víða í Ástralíu er farsímasamband lélegt. Til dæmis náði Anneka ekki sambandi þegar hún ætlaði að hringja eftir aðstoð þennan örlagaríka dag og það gerðu aðrir ferðamenn á svæðinu heldur ekki. Hún varð að hlaupa eins kílómetra leið að bíl sínum og aka tíu kílómetra til að komast í símasamband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing