fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Rússneska bóluefnið var aðeins prófað á 76 manns

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóluefnið gegn COVID-19, sem rússnesk yfirvöld hafa samþykkt, var aðeins prófað á 76 manns. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá rússneska heilbrigðisráðuneytinu. Í henni kemur einnig fram að efnið hafi fyrst verið prófað á mörgum dýrum, þar á meðal nagdýrum og prímötum.

Allar dýratilraunirnar stóðust allar kröfur um öryggi og virkni bóluefnisins og því var hafist handa við að prófa það á fólki. Tveir hópar sjálfboðaliða tóku þátt í prófununum, 38 í hvorum.

Það var Vladímír Pútín, forseti, sem tilkynnti á þriðjudaginn að Rússar hefðu fyrstir þjóða samþykkt bóluefni gegn kórónuveirunni. Heilbrigðisyfirvöld samþykktu bóluefnið eftir tæplega tveggja mánaða tilraunir á mönnum.

Um allan heim vinna vísindamenn hörðum höndum að þróun bóluefnis gegn veirunni sem hefur nú borist í rúmlega 20 milljónir manna um allan heim.

Venjulega eru bóluefni ekki samþykkt til notkunar fyrr en að undangengnum prófunum á mörg þúsund manns. Af þessum sökum eru yfirvöld í ESB og Bandaríkjunum efins um rússneska bóluefnið og sömu sögu er að segja hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum