fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Flugfélag í vanda fer nýjar leiðir – Skiptir flugvélum út með járnbrautalestum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 11:15

Vél frá Austrian Airlines. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurríska flugfélagið Austrian Airlines á í miklum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þurfti ríkissjóður að koma félaginu til bjargar en á móti þarf félagið að uppfylla ýmsar kröfur.

Meðal þess eru kröfur er snúa að umhverfisvernd. Til að mæta þessum kröfum hefur félagið ákveðið að hætta að fljúga á milli Vínarborgar og Salzburg en í staðinn ætlar félagið að annast lestarsamgöngur á þessari leið. CNN skýrir frá þessu.

Fram kemur að félagið hafi fengið 600 milljónir evra í stuðning frá ríkinu en verði á móti að minnka losun gróðurhúsalofttegunda innanlands um helming fyrir 2050 og hætta að fljúga á milli staða sem beinar lestarsamgöngur eru á milli ef lestarferð tekur skemmri tíma en þrjár klukkustundir.

Frá 20. júlí mun félagið bjóða upp á 31 lestaferð daglega á milli Vínarborgar og Salzburg en í dag eru ferðirnar þrjár. Rúmlega 200 kílómetrar eru á milli borganna og tekur flug á milli þeirra um 45 mínútur en þegar biðtími í flugstöðvum er lagður við þennan tíma þá tekur það oft meira en 2 klukkustundir og 49 mínútur að komast flugleiðis á milli borganna eða álíka langan tíma og lestarferð tekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn