fbpx
Þriðjudagur 27.janúar 2026
Pressan

Bjó með líki móður sinnar í fimm ár

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. júlí 2020 19:57

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í þýska bænum Untergrombach, sem er lítill bær í miðhluta landsins, trúa varla eigin eyrum þessa dagana eftir að í ljós kom að einn bæjarbúanna hafði haft lík móður sinnar heima hjá sér í fimm ár.

Bild skýrir frá þessu. Þetta kom í ljós þann 15. júní þegar lögreglumenn mættu með húsleitarheimild að húsi í útjaðri bæjarins. Íbúinn, 65 ára karlmaður, varð því að hleypa þeim inn. Í svefnherbergi á fyrstu hæð fundu lögreglumennirnir lík móður hans og var það uppþornað og eins og múmía að sögn. Hún var 89 ára þegar hún lést.

Maðurinn sagði lögreglumönnunum að hún hefði látist fyrir fimm árum. Lögreglan hafði fengið ábendingu frá nágrönnum um að eitthvað væri athugvert á heimilinu. Fyrir fimm árum fékk lögreglan tölvupóst frá áhyggjufullum nágranna sem undraðist að konan sæist ekki lengur á almannafæri.

Sonurinn sagði fólki að hún væri rúmliggjandi en tilkynnandinn efaðist um það.

Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en lögreglan rannsakar hvort maðurinn hafi ekki tilkynnt andlátið til að geta fengi ellilífeyri móður sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Meira að segja hægrimönnum misboðið eftir að ICE skaut mann til bana um helgina – „Hvernig hefðum við brugðist við?“

Meira að segja hægrimönnum misboðið eftir að ICE skaut mann til bana um helgina – „Hvernig hefðum við brugðist við?“
Pressan
Í gær

Borðaði ekkert nema fiskmeti í heilan mánuð – Áhrifin á heilsuna voru þessi

Borðaði ekkert nema fiskmeti í heilan mánuð – Áhrifin á heilsuna voru þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bretum gróflega misboðið vegna ummæla Trump og krefjast afsökunarbeiðni

Bretum gróflega misboðið vegna ummæla Trump og krefjast afsökunarbeiðni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útivistarfyrirtæki stefnir dragdrottningu

Útivistarfyrirtæki stefnir dragdrottningu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðamæringar komnir með nóg og neita að þegja – „Skattleggið okkur. Skattleggið þá ofurríku“

Milljarðamæringar komnir með nóg og neita að þegja – „Skattleggið okkur. Skattleggið þá ofurríku“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Drama í Davos – Baulað á viðskiptaráðherrann og forseti Seðlabanka Evrópu gekk út

Drama í Davos – Baulað á viðskiptaráðherrann og forseti Seðlabanka Evrópu gekk út