fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Bjó með líki móður sinnar í fimm ár

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. júlí 2020 19:57

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í þýska bænum Untergrombach, sem er lítill bær í miðhluta landsins, trúa varla eigin eyrum þessa dagana eftir að í ljós kom að einn bæjarbúanna hafði haft lík móður sinnar heima hjá sér í fimm ár.

Bild skýrir frá þessu. Þetta kom í ljós þann 15. júní þegar lögreglumenn mættu með húsleitarheimild að húsi í útjaðri bæjarins. Íbúinn, 65 ára karlmaður, varð því að hleypa þeim inn. Í svefnherbergi á fyrstu hæð fundu lögreglumennirnir lík móður hans og var það uppþornað og eins og múmía að sögn. Hún var 89 ára þegar hún lést.

Maðurinn sagði lögreglumönnunum að hún hefði látist fyrir fimm árum. Lögreglan hafði fengið ábendingu frá nágrönnum um að eitthvað væri athugvert á heimilinu. Fyrir fimm árum fékk lögreglan tölvupóst frá áhyggjufullum nágranna sem undraðist að konan sæist ekki lengur á almannafæri.

Sonurinn sagði fólki að hún væri rúmliggjandi en tilkynnandinn efaðist um það.

Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en lögreglan rannsakar hvort maðurinn hafi ekki tilkynnt andlátið til að geta fengi ellilífeyri móður sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?