fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Ísbirnir gætu heyrt sögunni til innan 80 ára

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 16:05

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsbreytingarnar fara illa með ísbirni því um leið og meðalhitinn á norðurheimskautasvæðinu hækkar fækkar þeim dögum sem hafís er á svæðinu. Það kemur sér illa fyrir ísbirni sem nota hafísdagana til að veiða sér til matar. Það er eðlilegt að magn hafíss minnki á sumrin og þá fara ísbirnir í land og fasta. En sífellt færri dagar með hafís þýða að ísbirnirnir þurfa að fasta lengur og í verstu tilfellunum eiga þeir á hættu að svelta í hel.

Niðurstöður nýrra útreikninga kanadískra og bandarískra vísindamanna hafa nú varpað ljósi á framtíð ísbjarna miðað við hversu mikið magn af CO2 mannkynið mun losa út í andrúmsloftið í framtíðinni. Ef losunin verður mjög mikil er útlitið ekki gott fyrir ísbirni. Það mun hafa í för með sér að nær allir stofnar ísbjarna verða útdauðir um næstu aldamót. Er þá miðað við sömu losun og nú er.

Vísindamennirnir rannsökuðu 13 af 19 ísbjarnastofnum á norðurheimskautinu.

Norðan við Grænland er hafís næstum allt árið. Þar munu áhrif loftslagsbreytinganna verða lítil og það jafnvel þótt meðalhitinn hækki um 4 gráður. En annars staðar verða áhrifin mun meiri en hækkandi hiti leggst misjafnlega á hin ýmsu svæði norðurheimskautsins. Sums staðar verður áfram mjög kalt og hafís til staðar en annars staðar hlýnar og hafís minnkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol