fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Grefur 130 milljón króna fjársjóð i jörð – Finnandinn má eiga allt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júlí 2020 17:40

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gerir skartgripasali þegar hann fer á eftirlaun? Nú, auðvitað grefur hann það sem er óselt í verslun hans í jörðu og setur fjársjóðsleit af stað. Það er nú ekki svo algengt að svona sé gert en það er einmitt þetta sem Johnny Perri, skartgripasali í Michigan í Bandaríkjunum, ætlar að gera nú þegar hann sest í helgan stein.

Í umfjöllun USA Today segir að hann hafi ákveðið að efna til mikillar fjársjóðsleitar og nota óselda skartgripi til þess að fá fólk til að taka þátt.

En hann ætlar ekki að grafa allt á einum stað heldur verður fjársjóðnum dreift á nokkra staði. Perri og eiginkona hans, Ami, eru nú þegar byrjuð að grafa muni víða í Michigan en í heildina er verðmæti þeirra sem nemur um 130 milljónum íslenskra króna. Lítið „x“ er á hverjum stað þar sem eitthvað hefur verið grafið niður til að fólk átti sig á að það sé á réttum stað.

Fyrsta fjársjóðsleitin hefst 1. ágúst en þá hefst leit að tveimur silfurstöngum að verðmæti sem nemur um 600.000 íslenskum krónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Í gær

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi