fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Dularfull geislavirkni í Skandinavíu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi hafa að undanförnu mælt aukna geislavirkni í löndunum. Hollensk yfirvöld telja líklegt að uppruna geislavirkninnar megi rekja til vesturhluta Rússlands.

Á föstudaginn sögðu hollensk yfirvöld að útreikningar sýni að geislavirkar samsætur (ísótópar) berist frá vesturhluta Rússlands. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Að mati hollenskra yfirvalda getur þetta bent til að tjón hafi orðið á brennsluhlutum í kjarnorkuveri.

Rússneska Tass fréttastofan segir að hvorugt kjarnorkuverið í norðvesturhluta Rússlands hafi tilkynnt um vandamál.

Um lítið magn samsæta er að ræða og er það hættulaust í því magni sem það er nú í Skandinavíu. Astrid Liland, hjá norsku almannavörnunum, sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að ef kjarnorkuslys hefði orðið myndu mælast miklu hærri gildi geislavirkni en nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Umdeildur þingmaður snýr baki við Repúblikanaflokknum og furðar sig á vegferðinni – „Hvað í fjandanum kom fyrir?“

Umdeildur þingmaður snýr baki við Repúblikanaflokknum og furðar sig á vegferðinni – „Hvað í fjandanum kom fyrir?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans
Pressan
Fyrir 4 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“