fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Nígería getur tekið fram úr Kína hvað varðar fólksfjölda í byrjun næstu aldar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. júlí 2020 18:00

Frá Nígeríu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem var birt á miðvikudaginn, þá gæti svo farið að mannkynið fjölgi sér ekki eins mikið og áður hefur verið talið. Það eru væntanlega góð tíðindi fyrir umhverfið þar sem minna álag verður á það.

Miðað við niðurstöður rannsóknarinnar verða jarðarbúar um 8,8 milljarðar árið 2100 en það er tveimur milljörðum minna en fyrri spár SÞ gerðu ráð fyrir.

Í rannsókninni er því spáð að miklar breytingar verði á valdajafnvægi í heiminum vegna lægri fæðingartíðni (það er fjölda barna sem hver kona eignast að meðaltali) og þess að meðalaldur fer hækkandi.

Í lok aldarinnar verður staðan orðin sú í 183 af þeim 195 löndum, sem rannsóknin náði til, að þar fækkar fólki nema innflytjendum fjölgi. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet.

Í tuttugu löndum, þar á meðal Japan, Spáni, Taílandi, Portúgal, Póllandi og Ítalíu, mun íbúum fækka um allt að helming. Þá gæti Kínverjum fækkað úr um 1,4 milljörðum í dag í 730 milljónir um næstu aldamót. Á sama tíma mun íbúum í löndunum sunnan Sahara fjölga mikið eða allt að því þrefaldast og verða um þrír milljarðar. Þar af mun Nígeríumönnum fjölga úr 200 milljónum í 800 milljónir. Ef það gengur eftir verður landið það næstfjölmennasta í heimi. Aðeins Indverjar verða fleiri, 1,1 milljarður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar