fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Nígería getur tekið fram úr Kína hvað varðar fólksfjölda í byrjun næstu aldar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. júlí 2020 18:00

Frá Nígeríu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem var birt á miðvikudaginn, þá gæti svo farið að mannkynið fjölgi sér ekki eins mikið og áður hefur verið talið. Það eru væntanlega góð tíðindi fyrir umhverfið þar sem minna álag verður á það.

Miðað við niðurstöður rannsóknarinnar verða jarðarbúar um 8,8 milljarðar árið 2100 en það er tveimur milljörðum minna en fyrri spár SÞ gerðu ráð fyrir.

Í rannsókninni er því spáð að miklar breytingar verði á valdajafnvægi í heiminum vegna lægri fæðingartíðni (það er fjölda barna sem hver kona eignast að meðaltali) og þess að meðalaldur fer hækkandi.

Í lok aldarinnar verður staðan orðin sú í 183 af þeim 195 löndum, sem rannsóknin náði til, að þar fækkar fólki nema innflytjendum fjölgi. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet.

Í tuttugu löndum, þar á meðal Japan, Spáni, Taílandi, Portúgal, Póllandi og Ítalíu, mun íbúum fækka um allt að helming. Þá gæti Kínverjum fækkað úr um 1,4 milljörðum í dag í 730 milljónir um næstu aldamót. Á sama tíma mun íbúum í löndunum sunnan Sahara fjölga mikið eða allt að því þrefaldast og verða um þrír milljarðar. Þar af mun Nígeríumönnum fjölga úr 200 milljónum í 800 milljónir. Ef það gengur eftir verður landið það næstfjölmennasta í heimi. Aðeins Indverjar verða fleiri, 1,1 milljarður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“