fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Keypti vasa á 8.000 krónur – Seldi hann fyrir 1,3 milljarða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. júlí 2020 07:01

1,3 milljarðar fengust fyrir þennan vasa. Mynd:Sotheby's

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu helgi seldist mörg hundruð ára gamall kínverskur vasi á sem svarar til 1,3 milljarða íslenskra króna á uppboði hjá Sotheby‘s. Óhætt er að segja að seljandinn hafi ávaxtað sitt pund vel því hann, eða öllu heldur hún, keypti vasann á uppboði hjá Sotheby‘s árið 1954 fyrir sem svarar til um 8.000 króna. Söluverðið nú var því um 166.000 sinnum hærra en þá.

Konan sem seldi vasann, er á níræðisaldri, býr á sveitabæ í Austur-Evrópu en Sotheby‘s hefur ekki viljað upplýsa nánar um hvar. En talsmenn uppboðshússins segja það nánast kraftaverk að vasinn hafi komist óskemmdur í gegnum alla þessa áratugi í sveitinni.

Johan Bosch van Rosenthal, hollenskur ráðgjafi hjá Sotheby‘s, segir frá málavöxtum í myndbandi sem uppboðshúsið hefur birt.

„Konan hringdi og spurði hvort ég gæti komið í heimsókn til að ræða framtíðarhorfurnar varðandi listmunasafn hennar. Ég fór því í langt ferðalag heim til hennar á afskekktan sveitabæ. Þar hitti ég hressa konu á níræðisaldri og hunda hennar og ketti.“

Hann segir að kettirnir hafi stressað hann aðeins, sérstaklega þegar konan leiddi hann inn í herbergi þar sem hún geymdi fjölda kínverskra listmuna sem hún hafði fengið í arf fyrir löngu. Þar hafi kettirnir hoppað og skoppað innan um listmunina. Þeir hafi þó ekki valdið tjóni á mununum. Konan benti honum síðan á vasa sem stóð uppi á skáp. Hún vissi vel að hann væri sérstakur og eins og söluverðið segir til um þá er hann það.

Van Rosenthal er ekki sérfræðingur í kínverskum listmunum en hann áttaði sig strax á að hér væri um eitthvað sérstakt að ræða. Sérfræðingar voru sömu skoðunar en vasinn er frá fyrri hluta átjándu aldar og var framleiddur fyrir Qianlong-keisarann sem ríkti frá 1735-1796. Vasans er getið í skjölum frá þessum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum