fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Eitt samkvæmi varð honum að bana – Hafði gætt sín vel vikum saman

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. júlí 2020 05:40

Thomas Macias. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. júní birti Thomas Macias, frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, færslu á Facebook um að heimsfaraldur kórónuveiru væri ekki neitt til að grínast með. Hann hvatti alla til að nota andlitsgrímur og halda góðri fjarlægð frá öðru fólki. Daginn eftir að hann skrifaði færsluna lést hann af völdum COVID-19.

Í færslunni sagði Thomas að hann væri orðinn veikur og hvatti fólk til að fylgja reglum til að forðast smit.

„Vegna heimsku minnar hef ég stefnt heilsu móður minnar, systur minnar og fjölskyldu minnar í hættu. Þetta hefur verið sársaukafull upplifun.“

Skrifaði hann að sögn NBC.

„Þetta er ekkert grín. Ef þú þarft að fara út úr húsi, notaðu grímu og gættu að fjarlægðinni. Ekki vera heimskingi eins og ég. Ég vil þakka öllum vinum mínum sem hafa fært mér mat og öllum sem hafa verið til staðar fyrir mig.“

Í lok færslunnar skrifaði hann síðan:

„Ég vona að með guðs hjálp lifi ég þetta af. Elska ykkur öll.“

Eitt partý

Allt hófst þetta fyrr í júní þegar Thomas fór í samkvæmi með vinum og kunningjum í Kaliforníu. Fram að því hafði hann aðeins farið út úr húsi þegar nauðsyn krafði. Hann var í ofþyngd og með sykursýki og því í áhættuhópi.

Að sögn vinar hans breyttist viðhorf Thomas til varúðarreglna eftir að Gavin Newson, ríkisstjóri í Kaliforníu, sagði að slakað yrði á hömlunum. Í kjölfarið fór Thomas í fyrrnefnt samkvæmi.

Einn þátttakandinn var smitaður af kórónuveirunni og smitaði Thomas. Sá smitaði uppgötvaði smitið daginn eftir samkvæmið og hringdi í alla, sem þar höfðu verið, og lét þá vita en það var um seinan. Thomas var smitaður.

Hann fór í sýnatöku þann 16. júní og fékk niðurstöðuna þann 18. Hann lést þann 20. júní af völdum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“