fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

WHO ætlar að fylgjast náið með nýrri hættulegri veiru í svínum í Kína

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO ætlar að fylgjast náið með nýrri hættulegri veiru sem hefur fundist í svínum í Kína. Ekki er talið útilokað að veiran geti valdið heimsfaraldri á borð við heimsfaraldur kórónuveiru sem nú herjar á heimsbyggðina.

Talsmaður WHO sagði í gær að stofnunin ætli að „kafa vel ofan í“ kínverskar rannsóknir á þessari veiru.

Christian Lindmeier, talsmaður WHO, sagði að þessi nýja veira sýni hversu mikilvægt það er að halda áfram að fylgjast með inflúensu á meðan núverandi heimsfaraldur herjar. Það sé mikilvægt að alþjóðlegt samstarf eigi sér stað um þær veirur sem uppgötvast og þróun þeirra í dýrum.

Nýjan veiran fannst í svínum en hún getur borist í fólk og hefur nú þegar gert það. BBC segir að veiran, og inflúensan sem hún veldur, minni á svínainflúensuna sem herjaði á heimsbyggðina 2009.

Vísindamenn hafa áhyggjur af að veiran geti stökkbreyst og þar sem hún er ný eiga þeir ekki von á að fólk sé ónæmt fyrir henni.

Nýja veiran heitir G4 EA H1N1 og líkist svínainflúensunni segir Kin-Chow Chang, einn kínversku vísindamannanna sem uppgötvaði hana. Hann segir að vísindamenn hafi nú þegar fundið dæmi um að veiran hafi borist í fólk en hún hefur fundist í starfsfólki kínverskra sláturhúsa. Ekki er enn ljóst hvort hún getur smitast á milli fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði