fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Nýjar vísbendingar í máli Madeleine McCann – Myrti hinn grunaði fleiri börn?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júní 2020 05:50

René Hasee. Mynd:http://kindervermisstabernichtvergessen.blogspot.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 21. júní 1996 var René Hasee, 6 ára, í frí með móður sinni og stjúpföður í Aljezur, sem er um 40 km frá Praia da Luz í Portúgal. Þau voru á leiðinni á ströndina og hljóp René á undan þeim fullorðnu. Þegar þau komu niður á ströndina fundu þau aðeins fötin hans í sandinum. Sérfræðingar mátu það sem svo að út frá sjávarföllum og straumum væri ólíklegt að René hefði drukknað. En á endanum sættust foreldrarnir á að hann hefði drukknað.

Í 20 ár heyrðu þau ekki frá lögreglunni, ekki fyrr en á föstudaginn. Þetta sagði blóðfaðir hans, Andreas Hasee, í samtali við Kölner Stadt-Anzeiger, en á föstudaginn hafði rannsóknarlögreglumaður frá sambandslögreglunni samband við hann og sagði honum að lögreglan telji ekki útilokað að hvarf René tengist hvarfi Madeleine McCann 11 árum síðar. Ástæðan er að hinn grunaði í máli Madeleine, Christian B., flutti frá Þýskalandi til Praia da Luz 1995, þegar hann var 18 ára. Þá þegar hafði hann hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

Andreas Hasee sagðist enn þann dag í dag eiga erfitt með að trúa því að René hafi farið út í sjóinn og druknað.

„Hann var mjög varfærinn og hann hefði ekki bara vaðið út í Atlantshafið einn.“

Þýska sambandslögreglan hefur sagt að hugsanlega tengist Christian B. fleiri málum sem líkjast hvarfi Madeleine. Auk máls René hefur komið fram að Christian B. var nærri þeim stað þar sem hin fimm ára Gehricke hvarf í maí 2015.

Þýskir saksóknarar og lögreglan vinna nú að rannsókn á málum Christian B. og gruna hann um morð því talið er að Madeleine sé látin þótt lík hennar hafi ekki fundist.

Lögreglan hefur birt mynd af Christian B. í þeirri von að þeir sem hafa séð til hans eða þekkja setji sig í samband við lögregluna. Hann afplánar nú dóm fyrir nauðgun á 72 ára bandarískri konu. Sú nauðgun átti sér stað í sömu sumarhúsabyggð og Madeleine hvarf frá, bara tveimur árum áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp