fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Einn Brasilíumaður deyr á hverri mínútu af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júní 2020 07:02

Farþegar í strætisvagni í Sao Paulo hylja vit sín. Mynd: EPA-EFE/Sebastiao Moreira

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverri mínútu deyr að meðaltali einn Brasilíumaður af völdum COVID-19. Skráð dauðsföll í landinu eru komin hátt í 40.000 og staðfest smit eru á sjöunda hundrað þúsund. Samt sem áður vill Jair Bolsonaro, forseti, aflétta þeim takmörkunum sem hafa verið settar á samfélagið til að draga úr útbreiðslu veirunnar.

Þau tölurnar séu háar þá eru þær enn hærri í Bretlandi og Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja þó að líklegast sé fjöldi smittilfella í Brasilíu miklu hærri því ekki séu tekin sýni úr nægilega mörgum.

Bolsonaro vill opna samfélagið á nýjan leik og segir að efnahagsleg atriði vegi meira en heilsa landsmanna.

Bolsonaro hefur ekki verið viljugur til að grípa til harðra aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu veirunnar og fyrir um þremur mánuðum sagði hann veiruna aðeins vera smávægilegt kvef.

Á föstudaginn hótaði hann að draga Brasilíu út úr starfsemi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO því hún væri of pólitísk. WHO verði að starfa án hugmyndafræðilegra fordóma, að öðrum kosti segi Brasilía skilið við stofnunina.

Bolsonaro er mjög hægrisinnaður og hefur oft verið líkt við Donald Trump hvað varðar skoðanir og hegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol