fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Eldingar urðu rúmlega 100 að bana á Indlandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 18:05

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldingar urðu rúmlega 100 manns að bana á Indlandi í síðustu viku. Í Bihar létust 83 þegar eldingum sló niður og 20 slösuðust. Í Uttar Pradesh létust að minnsta kosti 20. Eldingar eru mjög algengar á Indlandi þegar kraftmiklar monsúnrigningar ganga yfir.

Úrkoma og eldingar hafa valdið miklu tjóni á trjám og eignum það sem af er monsúntímabilinu. Yfirvöld hafa hvatt fólk til að halda sig innandyra og sýna aðgæslu þegar óveðri er spáð en nóg er af því í kortum veðurfræðinga.

Yfirvöld segja að þetta sé mesta manntjón af völdum eldinga árum saman í Bihar. Rúmlega 2.300 manns létust af völdum eldinga 2018 og að minnsta kosti 2.000 manns hafa látist af völdum eldinga árlega frá 2005. Ein af ástæðunum fyrir þessu er hversu margir vinna utandyra en það setur fólk í meiri hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 1 viku

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri