fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Rolling Stones hafa fengið nóg – Hóta Trump lögsókn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. júní 2020 16:00

Félagarnir í Rolling Stones hafa fengið sig fullsadda á Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkhljómsveitin Rolling Stones hefur fengið nóg og hótar að höfða mál á hendur Donald Trump, Bandaríkjaforseta, ef hann hættir ekki að nota tónlist hljómsveitarinnar í bakgrunni á framboðsfundum sínum.

Á nýlegum kosningafundi Trump í Tulsa í Oklahoma var lagið „You Can‘t Always Get What You Want“ í flutningi Rolling Stones leikið. Hljómsveitin hefur kvartað undan notkun Trump á lögum hennar allt frá 2016 en það hefur engu breytt, Trump hefur óhikað notað lög hljómsveitarinnar á framboðsfundum sínum.

Við embættistöku hans 2017 var lagið „Heart of Stone“ leikið. En nú hafa meðlimir Rolling Stones endanlega fengið sig fullsadda af þessu. Með aðstoð bandarísku BMI samtakanna, sem annast hagsmunagæslu fyrir listamenn, hafa þeir fundið leið til að lögsækja Trump fyrir brot á höfundarrétti þeirra.

Tímaritið Rolling Stone hefur eftir hljómsveitarmeðlimum að framboðsfundurinn í Tulsa hafi hugsanlega verið sá síðasti sem Trump notaði tónlist hljómsveitarinnar því ef hann haldi þessu áfram verði mál höfðað á hendur honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Í gær

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru