fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Maðurinn sem Bandaríkjamenn hata mest þessa dagana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 07:00

Derek Chauvin. Mynd: EPA-EFE/RAMSEY COUNTY SHERIFF / HANDOUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag í síðustu viku var lögreglan í Minneapolis í Bandaríkjunum send að verslun í borginni þar sem George Floyd, 46 ára þeldökkur tveggja barna faðir, var grunaður um að hafa reynt að greiða með fölsuðum 20 dollara seðli. Lögreglumaðurinn Derek Chauvin og þrír aðrir lögreglumenn höfðu afskipti af Floyd, sem var óvopnaður, leiddu hann að lögreglubílnum og lögðu í götuna. Floyd sýndi engan mótþróa en samt sem áður þrýsti Chauvin hné sínu að hálsi Floyd.

„Gerðu það, ég næ ekki andanum.“

Sagði Floyd ítrekað en Chauvin hlustaði ekki á það miðað við myndbandsupptöku af atburðinum.

Þegar sjúkrabíll kom á vettvang var hætt að heyrast í Floyd. Hann var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús.

Tíu mínútna löng upptaka af atburðinum fór fljótt á flug á samfélagsmiðlum og mikil reiði blossaði upp, ekki bara í Minneapolis heldur um öll Bandaríkin. Þetta var enn eitt málið þar sem hvítur lögreglumaður banaði svörtum manni.

Mótmælt hefur verið víða um Bandaríkin. Mynd:EPA-EFE/CRAIG LASSIG

Það var eins og bensíni hefði verið skvett á eld þegar upptakan birtist á samfélagsmiðlum, svo mikil varð reiði almennings. Undir kraumar áratuga ef ekki mörg hundruð ára misskipting og kynþáttahatur í garð litaðra í Bandaríkjunum. Þetta er mjög áþreifanlegt í Minneapolis þar sem skiptingin á milli hvítra og litaðra er mjög áberandi. Fram hefur komið í fjölmiðlum að meðallaun svartra í borginni séu aðeins um þriðjungur af meðallaunum hvítra. Kynþættirnir búa nánast í sínum eigin hverfum innan um fólk af sama litarhætti. Heimsfaraldur kórónuveirunnar spilar einnig inn í þetta því mikil fjöldi fólks hefur misst vinnuna og á það sérstaklega við um fólk í láglaunastörfum og þar eru svartir stór hluti. Þetta fólk á ekki til hnífs og skeiðar og mikil reiði kraumar undir vegna misskiptingarinnar í samfélaginu. Allt virðist þetta hafa losnað úr læðingi við morðið á Floyd og upp hófust mikil mótmæli í Minneapolis sem breiddust síðan út til annar ríkja og borga í Bandaríkjunum.

„Myrtu bróður minn“

Á þriðjudag í síðustu viku voru Chauvin og þrír starfsbræður hans reknir úr starfi og alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á málinu.  Á föstudaginn var Chauvin handtekinn, grunaður um morð.

„Ég vil að þeir verði ákærðir fyrir morð, því það er það sem þeir eru sekir um. Þeir myrtu bróður minn á meðan hann hrópaði á hjálp.“

Sagði Bridgette Floyd, systir George Floyd, í samtali við NBC.

George Floyd

Reiði mótmælenda hefur í sífellt meiri mæli beinst að Chauvin sem starfaði sem lögreglumaður frá 2001 þar til í síðustu viku. Á þeim tíma hafa tugir mála er varða meint brot hans í starfi komið upp að sögn NBC News.

Fyrir tólf árum er hann sagður hafa ruðst inn á heimili Ira Latrell Toles, 21 árs, misþyrmt honum inni á baðherberginu og skotið hann í magann. Hann var ekki beittur neinum viðurlögum vegna þessa.

„Ef hann hefði verið látinn sæta viðurlögum þegar hann skaut mig væri George Floyd enn á lífi.“

Sagði Toles í samtali við The Daily Beast.

Á fimmtudaginn söfnuðust um 150 manns saman við heimili Chauvin og þurfti 75 lögreglumenn til að verja heimilið fyrir þeim.

Eins og DV skýrði frá á laugardaginn þá hefur eiginkona Chauvin nú yfirgefið hann og vill skilnað og jukust vandamál þessa mest hataða manns Bandaríkjanna því enn frekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskir ferðamenn þreyttir á Mallorca – „Of dýrt“

Þýskir ferðamenn þreyttir á Mallorca – „Of dýrt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Æðstiklerkurinn rýfur þögnina – Lýsir yfir sigri gegn Ísrael og sakar Trump um að ýkja árangur árása Bandríkjanna

Æðstiklerkurinn rýfur þögnina – Lýsir yfir sigri gegn Ísrael og sakar Trump um að ýkja árangur árása Bandríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefur heimsótt allar höfuðborgir Evrópu – Segir að þessar þrjár séu stórlega ofmetnar

Hefur heimsótt allar höfuðborgir Evrópu – Segir að þessar þrjár séu stórlega ofmetnar