fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Uppgötvunin sem breytir öllu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 22:00

Hluti þeirra muna sem fundust. Mynd:Francesco d'Errico/Luc Doyon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinstytta af fugli er að sögn vísindamanna „týndi hlekkurinn“ í skilningi okkar á listsköpun forfeðra okkar. Styttan á myndinni er frá steinöld og er talin vera tæplega 13.500 ára gömul. Þetta er auk þess elsta þekkta þrívíddar listaverkið sem hefur fundist í austanverðri Asíu. 8.500 árum eldra en það næst elsta.

CNN skýrir frá þessu. Vísindamenn segja að styttan sé í ótrúlega góðu ástandi. Hún fannst í Henan í Kína, við bæinn Lingjing, og hafa vísindamenn staðfest að hún hafi verið gerð með handafli. Það getur verið erfitt að sjá með berum augum en styttan sýnir lítinn fugl á stalli. Talið er að stél fuglsins hafi vísvitandi verið gert stærra en það ætti í raun að vera til að tryggja jafnvægi styttunnar svo hún myndi ekki falla fram fyrir sig.

„Þessi uppgötvun sýnir upprunalega listhefð og færir okkur 8.500 árum lengra aftur í tímann varðandi kínverska list.“

Segja vísindamennirnir sem segja einnig að styttan sé öðruvísi, bæði hvað varðar stíl og tækni, en munir sem hafa fundist í Evrópu og Síberíu og geti verið týndi hlekkurinn í að rekja kínverska listsköpun aftur á steinöld.

Það voru fornleifafræðingar frá Shandong háskólanum í Kína sem unnu að fornleifauppgreftrinum ásamt fornleifafræðingum frá Frakklandi, Ísrael og Noregi.

Styttan er þó ekki elsti manngerði hluturinn sem hefur fundist því fundist hafa styttur, úr fílabeini mammúta, sem eru taldar vera rúmlega 40.000 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni