fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Leigutakinn fann leiðslur í loftinu – Þannig komst upp um óhugnanlegt mál

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. júní 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir réttarhöld í Osló yfir leigusala nokkrum. Hann er ákærður fyrir að hafa komið myndavélum og hljóðnemum fyrir í íbúð sem hann leigði út. Upp komst um þetta þegar leigutakinn, kona, sá undarlegar leiðslur í loftinu. Með þessu fylgdist hann með konunni og ungri dóttur hennar í fjögur ár.

Samkvæmt umfjöllun TV2 þá hafði maðurinn komið myndavélum og hljóðnemum fyrir í nær öllum rýmum íbúðarinnar. Meðal annars var myndavélum beint að sturtunni og myndavél og hljóðnemi voru yfir nuddpotti eftir því sem segir í ákærunni.

Í yfirheyrslum sagði maðurinn að hann hafi notað búnaðinn til að horfa á og hlusta mæðgurnar, oft hafi þær verið léttklæddar eða naktar. Hann hefur játað að hafa margoft fróað sér yfir því sem hann sá eða heyrði. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið mynd af konunni á klósettinu.

Eitt sinn fróaði hann sér þegar hann horfði á konuna baðast með karlmanni. Sá var síðar ákærður fyrir að hafa farið í íbúð mannsins, sem er 64 ára, og lagt hana í rúst auk þess að skemma bíl hans og mótorhjól.

Þegar konan flutti svefnherbergi sitt í íbúðinni yfir í annað herbergi fór maðurinn inn í íbúðina og kom einnig fyrir myndavél og hljóðnema þar.

Upp komst um þetta þegar konan sá lausar snúrur hanga niður út loftinu inni á baði.

Maðurinn hyggst játa sök fyrir dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér