fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Pressan

Ekki voru allir sáttir við ástarleik parsins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. júní 2020 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis síðasta sunnudag kom til harkalegra deilna á Lille Strandvej í Hellerup í Danmörku. Ástæðan var að tveir ungir menn komu þar að pari sem var að stunda kynlíf í Suzuki Swift. Ungu mennirnir, sem eru 19 og 28 ára, gerðu vart við sig og bentu parinu í bílnum á að allir gætu séð hvað þau væru að gera og að það væri líklega góð hugmynd að hætta.

Parið, sem er um tvítugt, var ekki sátt við að vera truflað í miðjum klíðum og upphófust þá miklar og háværar deilur. Fjöldi fólks hringdi í lögregluna en áður en hún kom á vettvang lét parið sig hverfa á brott.

Ekstra Bladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar að engin kæra hafi verið lögð fram vegna málsins og að enginn hafi meiðst. Lögreglan vill þó gjarnan hafa tal af parinu til að heyra hvað það hefur að segja um atburðarásina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“