fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Börnin eru látin og þrír nánir ættingjar – Tengist heimsendasöfnuður þessu?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júní 2020 05:45

Systkinin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Bandaríkjunum rannsakar hvarf tveggja systkina sem morð eftir að hún telur sig hafa fundið líkamsleifar heima hjá nýju manni móður barnanna. Þetta undarlega mál hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Hjónin, sem eru meðlimir í hóp sem undirbýr sig undir heimsendi, eru grunuð um að hafa komið mörgum sinna nánustu fyrir kattarnef.

Joshua „JJ“ Vallow, sjö ára og systir hans Tylee Ryan, sautján ára, hafa ekki sést síðan í september 2019 og var móðir þeirra Lori Daybell handtekin á Hawaii í febrúar.

Heima hjá núverandi eiginmanni hennar, Chad Daybell, fann lögreglan líkamsleifar. Grunur leikur á að um sé að ræða líkamsleifar barnanna, en enn hafa ekki verið borin kennsl á þær. Chad Daybell var handtekinn á þriðjudag, grunaður um að hafa falið eða eyðilagt sönnunargögn, eftir að lögreglan framkvæmdi leit á heimili hans.

Fleiri dauðsföll

Chad Daybell er rithöfundur sem hefur sent frá sér fjölda heimsendaskáldsagna, sögurnar eru að hluta byggðar á trú mormóna. Samtökin sem hjónin eru meðlimir í neita því að um sé að ræða heimsendasöfnuð.

Þrjú dauðsföll til viðbótar, þar af dauði tveggja fyrrverandi maka, tengjast málinu, sem vakið hefur mikla athygli í Bandaríkjunum. Fyrrverandi eiginmaður Lori og faðir barnanna, Charles Vallow, skilaði á síðasta ári inn umsókn um skilnað, þar kemur fram að Lori segist vera „valin af Guði til þess að sinna störfum fyrir hin 144.000 við endurkomu Jesú í júlí 2020“. Hún á einnig að hafa hótað því að drepa mann sinn ef hann stæði í vegi fyrir henni og hún mun hafa sagt að hún hafi engil sem muni hjálpa henni að losa sig við líkið.

Þáverandi eiginmaður Lori fékk nálgunarbann á hana eftir hótanirnar. Í fyrrasumar var Charles Vallow skotinn til bana af bróður Lori, Alex Cox. Cox heldur því fram að hann hafi skotið í sjálfsvörn. Stuttu síðar, eða í ágúst flutti Lori með börnin til Idaho og í september hurfu börnin.

Móðirin stakk af

Fyrri kona Chad Daybell lést í svefni í október, samkvæmt tilkynningu um andlát hennar var það af náttúrulegum orsökum. Eftir að Chad giftist að nýju tveimur vikum eftir dauða konu sinnar, vaknaði grunur um að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað og lögreglan lét grafa líkið upp og kryfja. Krufningarskýrslan hefur ekki verið gerð opinber.

Bróðir Lori, Alex Cox, lést svo í desember, banamein hans er sagt hafa verið blóðtappi í lungum.

Lögreglan fékk ekki að vita að barnanna væri saknað fyrr en í þeirra hafði verið saknað í fjóra mánuði. Þá höfðu amma þeirra og afi ætlað að koma í heimsókn og höfðu þau samband við lögregluna þegar þau áttuðu sig á því að barnanna væri saknað.

Þegar lögreglan hafði samband við móðurina laug hún í fyrstu um hvar þau væru. Daginn eftir stakk hún af úr bænum. Hún var handtekin á Hawaii í febrúar og hefur meðal annars verið kærð fyrir að yfirgefa börn sín. Hún neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo
Pressan
Fyrir 5 dögum

Japönsk yfirvöld óttast að sonur leiðtoga sarín-söfnuðarins stýri nýjum hryðjuverkasamtökum

Japönsk yfirvöld óttast að sonur leiðtoga sarín-söfnuðarins stýri nýjum hryðjuverkasamtökum