fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Reikna með 4.000 milljarða króna halla hjá danska ríkinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. maí 2020 13:10

Danska þinghúsið í Kristjánsborgarhöll.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska fjármálaráðuneytið kynnti á þriðjudaginn áætlun um afkomu ríkissjóðs á árinu. Reiknað er með að hallinn verði allt að 197 milljarðar danskra króna en það svarar til um 4.000 milljarða íslenskra króna. Ástæðan fyrir þessum mikla halla er COVID-19 faraldurinn en danska ríkið hefur þurft að bregðast við honum með miklum útgjöldum til að styðja við fyrirtæki og almenning í landinu.

Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að þrátt fyrir að þess sé vænst að þeir hjálparpakkar, sem hafa verið kynntir til sögunnar, muni koma í veg fyrir langvarandi neikvæð áhrif faraldursins á efnahagslífið þá sé óhjákvæmilegt að 2020 verði erfitt ár og að ríkissjóður verði rekinn með miklum halla.

Nicolai Wammen, fjármálaráðherra, segir að staðan sé grafalvarleg fyrir danskt efnahagslíf sem og alþjóðlegt efnahagslíf. Hann segir það þó ljósa punkta að hjálparpakkarnir séu að virka og að byrjað sé að opna danskt samfélag á nýjan leik, rólega og af varkárni.

Nú sé aðaláherslan á að reyna að tryggja störf fólks en næsta skref verði að skoða hvernig er hægt að koma hjólum efnahagslífsins í gang á nýjan leik.

Ríkissjóður hefur ekki verið rekinn með svona miklum halla síðan í upphafi níunda áratugarins. Hallinn var ekki einu sinni svona mikil þegar fjármálakreppan skall á 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni