fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Fleiri flóttamenn yfirgefa Danmörku en koma til landsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. maí 2020 18:17

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn síðan 2011 gerðist það á síðasta ári að fleiri flóttamenn yfirgáfu Danmörku en komu til landsins. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá útlendingaráðuneyti landsins. Á síðasta ári yfirgáfu 730 fleiri flóttamenn landið en komu til þess.

Þetta er mikil breyting ef miðað er við árið 2015 en þá komu um 16.000 fleiri flóttamenn til landsins en yfirgáfu það. Mattias Tesfaye, ráðherra útlendingamála, segir þetta góða þróun.

„Stefna ríkisstjórnarinnar er jú að flóttamenn dvelji aðeins tímabundið í Danmörku. Þegar mögulegt er, er bara eðlilegt, að flóttamenn fari aftur heim. Ég er ánægður með að við getum veitt fólki vernd þegar það hefur þörf fyrir. En ég gleðst einnig í hvert sinn sem flóttamaður getur farið aftur heim.“

Er haft eftir honum í fréttatilkynningu.

Í samantektinni kemur fram að það voru aðallega flóttamenn frá Sómalíu, Sýrlandi, Írak og Bosníu sem yfirgáfu Danmörku á síðasta ári. Hvað varðar flóttamenn frá Erítreu, Íran og Afganistan þá komu fleiri þaðan til Danmerkur en yfirgáfu landið.

Jótlandspósturinn hefur eftir Eva Singer, hjá Dansk Flygtningehjælp, að það sé ekki stefna ríkisstjórnarinnar og þingsins sem valdi þessari þróun. Hér sé frekar um að ræða breytta heimsmynd frá 2015 og 2016 þegar margir flóttamenn komu til Evrópu. Flóttamönnum hafi ekki fækkað í heiminum síðan þá, þvert á móti. Þeir eigi hinsvegar erfiðara með að komast til Danmerkur en áður. Hún sagði að meðal annars eigi samningur ESB og Tyrklands, um að Tyrkir loki landamærum sínum fyrir flóttamönnum þannig að þeir komist ekki til Evrópu, þar hlut að máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað