fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Ljúga yfirvöld í Mexíkó til um fjölda látinna af völdum COVID-19?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. maí 2020 14:05

Sótthreinsun í Mexíkóborg. Mynd:EPA-EFE/JOSE PAZOS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef litið er til hinnar frægu höfðatölu þá er Mexíkó í 23. sæti af ríkjum heims yfir fjölda látinna af völdum COVID-19. En margir hafa tekið tölum þarlendra yfirvalda með hæfilegum fyrirvara og þótt þær frekar ósennilegar. Það sama á við um fullyrðingar yfirvalda um að þau hafi fulla stjórn á faraldrinum.

Fyrr í mánuðinum sýndi Sky upptökur úr líkbrennslum og líkhúsum í Mexíkóborg. Á þeim sáust líkpokar út um allt, geymslur höfðu meira að segja verið teknar í notkun til að geyma lík í.

Sky skýrði einnig frá því að mun fleiri lík hefðu verið brennd að undanförnu en opinberar dánartölur gátu skýrt. Samkvæmt nýjustu opinberu tölum hafa tæplega 2.000 látist af völdum COVID-19 í Mexíkóborg en sú tala er dregin mjög í efa.

Tvær óháðar rannsóknir hafa leitt í ljós að til og með 20. maí  voru gefin út 39.173 dánarvottorð í borginni. Á síðustu fjórum árum hefur meðaltal sama tímabils verið 31.101 dánarvottorð. Það hafa því um 8.000 fleiri látist í borginni á þessu ári en að meðaltali á síðustu fjórum árum. Ekki er þó öruggt að allir hafi látist af völdum kórónuveirunnar, sumir gætu til dæmis hafa látist af því að þeir þorðu ekki að leita til læknis af ótta við að smitast af veirunni. Sérfræðingar segja að þörf sé á að kafa dýpra ofan í málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn