fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

„Uppgötvun ársins“ – „Í fyrsta sinn getum við meðhöndlað kórónuveirusmit“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. maí 2020 06:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er frábær frétt. Enn sem komið er uppgötvun ársins, læknisfræðilega séð.“ Þetta hefur Danska ríkisútvarpið eftir Thomas Benfield, prófessor í smitsjúkdómafræðum og yfirlækni á Hvidovre sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn, um niðurstöður nýrrar rannsóknar sem sýnir mikinn ávinning af notkun lyfsins Remdesvir í baráttunni við kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu New England Journla of Medicine. Þær byggjast á rannsóknum í 22 löndum. 1.063 sjúklingar tóku þátt í þeim.

Niðurstöðurnar sýna að hjá þeim hópi sem fékk lyfið dró úr dánartíðninni um 80%. Þetta á við um sjúklinga sem voru á sjúkrahúsi og þörfnuðust súrefnisgjafar.

Jens Lundgren, prófessor í smitsjúkdómafræðum á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn, tók í sama streng og sagði að fyrir mánuði hafi læknar nánast staðið uppi ráðalausir. Niðurstöður rannsóknarinnar gjörbreyti stöðunni og möguleikum til meðferðar.

„Í fyrsta sinn er hægt að meðhöndla kórónuveirusjúkdóma, ekki bara COVID-19, einnig aðra, með lyfi sem stöðvar fjölgun veirunnar.“

Remdesivir var þróað af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead til meðferðar við lifrarbólgu C. Það hefur einnig verið notað við ebólu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Í gær

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans