fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

„Uppgötvun ársins“ – „Í fyrsta sinn getum við meðhöndlað kórónuveirusmit“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. maí 2020 06:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er frábær frétt. Enn sem komið er uppgötvun ársins, læknisfræðilega séð.“ Þetta hefur Danska ríkisútvarpið eftir Thomas Benfield, prófessor í smitsjúkdómafræðum og yfirlækni á Hvidovre sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn, um niðurstöður nýrrar rannsóknar sem sýnir mikinn ávinning af notkun lyfsins Remdesvir í baráttunni við kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu New England Journla of Medicine. Þær byggjast á rannsóknum í 22 löndum. 1.063 sjúklingar tóku þátt í þeim.

Niðurstöðurnar sýna að hjá þeim hópi sem fékk lyfið dró úr dánartíðninni um 80%. Þetta á við um sjúklinga sem voru á sjúkrahúsi og þörfnuðust súrefnisgjafar.

Jens Lundgren, prófessor í smitsjúkdómafræðum á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn, tók í sama streng og sagði að fyrir mánuði hafi læknar nánast staðið uppi ráðalausir. Niðurstöður rannsóknarinnar gjörbreyti stöðunni og möguleikum til meðferðar.

„Í fyrsta sinn er hægt að meðhöndla kórónuveirusjúkdóma, ekki bara COVID-19, einnig aðra, með lyfi sem stöðvar fjölgun veirunnar.“

Remdesivir var þróað af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead til meðferðar við lifrarbólgu C. Það hefur einnig verið notað við ebólu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest