fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Þeir áttu bara að þrífa undir brúnni – Gerðu skelfilega uppgötvun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 05:41

Etowah Bridge. Mynd:Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudag í síðustu viku voru starfsmenn vegagerðarinnar í Georgíuríki í Bandaríkjunum sendir til að þrífa undir Etowah brúnni í Arcmuchee í Rome. Þegar þeir fóru undir brúna mætti hræðileg sjón þeim og var lögreglan strax fengin á vettvang.

Undir brúnni lágu lík hálfsystranna Vanita Richardson, 19 ára, og Truvenia Clarece Campbell, 31 árs. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að augljóst hafi verið að þær hafi verið myrtar og kastað fram af brúnni.

Bíllinn sem lögreglan leitar að.

Lögreglan leitar nú að gylltri Toyotu Corolla, árgerð 1997, sem systurnar voru á ferð í á þriðjudaginn. Samkvæmt upplýsingum CNN þá voru pokar yfir höfðum systranna og haglabyssuskot fundust nærri líkum þeirra.

Richardson átti að útskrifast úr menntaskóla á föstudaginn og hafði andlát hennar mikil áhrif á starfsfólk og nemendur skólans.

Vanita Richardson og Truvenia Clarece Campbell.Ba

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi