fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Obama gagnrýnir viðbrögð bandarískra stjórnvalda við heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. maí 2020 08:00

Barack Obama. Mynd:Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur látið lítið fyrir sér fara á stjórnmálasviðinu síðan hann lét af völdum og Donald Trump tók við forsetembættinu í janúar 2017. Hefð er fyrir því í Bandaríkjunum að fyrrum forsetar blandi sér ekki í stjórnmálaumræðuna en Obama virðist vera að rjúfa þá hefð. Nýlega gagnrýndi hann Trump harðlega fyrir viðbrögð ríkisstjórnar hans við heimsfaraldri kórónuveiru og sagði þau vera algjöra hörmung og á laugardaginn lét hann aftur heyra í sér.

Í beinni útsendingu, sem var ætluð bandarískum mennta- og háskólum, aðallega svörtum nemendum, gagnrýndi Obama viðbrögð bandarískra stjórnvalda við heimsfaraldrinum. Í tveggja tíma útsendingu sagði Obama meðal annars að margir embættismenn vissu einfaldlega ekki hvað þeir væru að gera.

„Margir þeirra þykjast ekki bera ábyrgð.“

Sagði hann meðal annars en nefndi engin nöfn.

CNN sjónvarpsstöðin, sem er gagnrýnin á Trump og störf hans, segir að ummæli Obama séu harðasta gagnrýnin sem hann hefur beint að Trump í tengslum við heimsfaraldurinn.

Obama sagði einnig að faraldurinn hafi varpað skýru ljósi á ójöfnuð þann sem ríkir á milli kynþátta í Bandaríkjunum.

„Sjúkdómur sem þessi varpar ljósi á undirliggjandi ójöfnuð og auka byrðar sem samfélag svartra hefur þurft að glíma við í gegnum söguna í Bandaríkjunum.“

Sagði Obama í útsendingunni sem var sýnd á YouTube, Facebook og Twitter.

Ummæli hans eru vísbending um að hann ætli að taka virkan þátt í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í byrjun nóvember. Hann sagði námsmönnunum einmitt að hann ætli „að eyða eins miklum tíma og hann geti í kosningabaráttu“ Joe Biden.

Trump hefur ekki tekið gagnrýni Obama vel og hefur gripið til þeirra aðgerða sem hann virðist hrifnastur af, að ráðast beint að fólki en hann hefur látið tístum rigna á Twitter að undanförnu þar sem hann veitist að Obama með einum eða öðrum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu